top of page

Pílagrímaganga á Þorláksleið 20. júlí kl. 13.30

Pílagrímaganga á Þorláksleið. Gengið frá Veitingastaðnum Hvönn og af hlaðinu suður um Skálholtsbúðir að Stekkatúni við Hvítá og yfir að Þorlákshver við Brúará. Kaffi og kleinur í áningu. (tæplega 7 km hringur). (Ath þetta er ekki Pílagrímagangan frá Reynivallakirkju að Skálholtskirkju)

Tickets are not on sale
See other events
Pílagrímaganga á Þorláksleið 20. júlí kl. 13.30
Pílagrímaganga á Þorláksleið 20. júlí kl. 13.30

TÍMI & STAÐSETTNING

20. júl. 2023, 13:30 – 16:00

Skálholt, Hótel Skálholt, 806 Selfoss, Iceland

UM VIÐBURÐINN

Pílagrímaganga á Þorláksleið. Gengið frá Veitingastaðnum Hvönn og af hlaðinu suður um Skálholtsbúðir að Stekkatúni við Hvítá og yfir að Þorlákshver við Brúará. Kaffi og kleinur í áningu. (tæplega 7 km hringur). Hægt er að fá sér rétt dagsins í hádeginu sem er hvítur fiskur. Því miður fékkst ekki skata.  

 Allir þættir hátíðarinnar eru opnir öllum og enginn aðgangseyrir er að hátíðinni. Sumir þættir hennar fara fram á ensku. Málsverði og kaffiveitingar er hægt að kaupa á Veitingastaðnum Hvönn í Skálholti alla dagana og gisting er á Hótel Skálholti.

 Skálholtsstaður býður öllum í veglegt kirkjukaffi eftir hátíðarmessu sunnudagsins í tilefni af 60 ára vígsluafmælis kirkjunnar og endurnýjunar hennar.

 Fyrri hluti yfirskriftarinnar, "Grasið visnar sagan vex" er sóttur í 40. kafla Jesaja líkt og gert var við vígslu kirkjunnar 21. júlí 1963. Stefið kemur einnig fram í þjóðsöngnum okkar og ótrúlega víða í bókmenntum, sálmum og ljóðum. Mikil áhersla er á sögurannsóknir á Skálholtshátíð 2023. Er síðari hluti yfirskriftarinnar byggður á því hvernig sagan vex með okkur á hverju ári en mest þegar við rannsökum sögu og minjar og sjáum á henni nýjar hliðar. Sagan vex líka með útgáfu erinda og bóka. Óvíða er meiri þekking til staðar á sögunni en í því sem tengist Skálholti og sannast það enn á þessari hátíð.

DEILA VIÐBURÐINUM

bottom of page