Námskeið um fyrirgefninguna 17 - 20 febrúar 2022
Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi bjóða upp á námskeið um fyrirgefningu í Skálholti 17. - 20. febrúar 2022. Jafnframt námskeiði um fyrirgefningu er iðkun Kyrrðarbænar þungamiðja helgarinnar ásamt léttum jógaæfingum og djúpslökun.

TÍMI & STAÐSETTNING
17. feb., GMT – 18:00 – 20. feb., GMT – 14:00
Skálholt, Skálholt, Iceland
UM VIÐBURÐINN
Meðfram námskeiði um fyrirgefningu er iðkun Kyrrðarbænar þungamiðja helgarinnar ásamt léttum jógaæfingum og djúpslökun. Kyrrðin fær sitt vægi en hluti dagskrárinnar fer fram í þögn. Á námskeiði um fyrirgefningu er farið yfir:
· Ferli fyrirgefningar.
· Hvað fyrirgefning felur í sér og hvað ekki.
· Praktískar punkta og leiðir sem reynast vel á vegferð fyrirgefningar.
· Aðferð fyrirgefningarbænar sem er bæði kennd og iðkuð.
Dagskráin skapar rými fyrir kyrrð og næði til að líta inn á við sem umhverfi Skálholts styður fullkomlega við.
Um er að ræða langa helgi sem hefst á fimmtudegi kl. 18 og lýkur kl. 14 á sunnudegi.
Verð fyrir einn í herbergi með fullu fæði kr. 78.800.
Verð fyrir tvo í herbergi með fullu fæði fyrir tvo kr. 108.600
Skráningargjald, kr. 10.000, þarf að greiða með þriggja vikna fyrirvara. Kyrrðarbænasamtökin senda greiðsluseðil í heimabanka þátttakanda. Skráningargjaldið gengur upp í námskeiðsgjaldið en er óendurkræft ef hætt er við. Ef það er fullt á námskeiðið er hægt að skrá sig á biðlista.
Leiðbeinendur eru: Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Sr. Elínborg Gísladóttir og Auður Bjarnadóttir jógakennari.
Skráning: Smellið hér til að hefja skráningu.
Ef spurningar vakna vinsamlegast hafið samband: kyrrdarbaen@kyrrdarbaen.is eða hringið í síma 661 7719