Námskeið um fyrirgefninguna
Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi bjóða upp á námskeið um fyrirgefningu í Skálholti 17. - 20. febrúar 2022. Jafnframt námskeiði um fyrirgefningu er iðkun Kyrrðarbænar þungamiðja helgarinnar ásamt léttum jógaæfingum og djúpslökun.


TÍMI & STAÐSETTNING
17. feb. 2022, 18:00 – 20. feb. 2022, 14:00
Skálholt, Skálholt, Iceland
UM VIÐBURÐINN
Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi bjóða upp á námskeið um fyrirgefningu í Skálholti 17. - 20. febrúar 2022.
Jafnframt námskeiði um fyrirgefningu er iðkun Kyrrðarbænar þungamiðja helgarinnar ásamt léttum jógaæfingum og djúpslökun.
Á námskeiði um fyrirgefningu er farið yfir:
· Ferli fyrirgefningar
· Hvað fyrirgefning felur í sér og hvað ekki.
· Praktískar punkta og leiðir sem reynast vel á vegferð fyrirgefningar
· Aðferð fyrirgefningarbænar sem er bæði kennd og iðkuð
Dagskráin skapar rými fyrir kyrrð og næði til að líta inn á við sem umhverfi Skálholts styður fullkomlega við.
Mæting er á fimmtudeginum kl. 18 og námskeiðinu lýkur kl. 14 á sunnudeginum.
Umsjón er í höndum sr. Elínborgar Gísladóttur, Bylgju Dísar Gunnarsdóttur og Auðar Bjarnadóttur jógakennara.
Verð: Auglýst síðar. Innifalið í verðinu er námskeiðið, fullt fæði, einkaherbergi með baði.
Skráning fer fram á www.skalholti.iseða í síma 4868870 .
Vinsamlegast sendið fyrirspurnir, ef einhverjar vakna, á kyrrdarbaen@kyrrdarbaen.iseða hringið í síma 6617719.