Meðvirkninámskeið 6-10 september nk.

Anna Sigríður Pálsdóttir heldur meðvirkninámskeið í Skálholti dagana 6-10 sept nk. Námskeiðið hefst kl 10:00 á mánudegi og lýkur um kaffileytið á föstudegi. Hámarksfjöldi þátttakenda er 20 manns og vænta má biðlista á námskeiðið.
Fullt er á viðburðinn - Þú ert komin/n á biðlista
 Meðvirkninámskeið 6-10 september nk.

TÍMI & STAÐSETTNING

06. sep. 2021, 10:00 – 10. sep. 2021, 15:00
Skálholt, Skálholt, Iceland

UM VIÐBURÐINN

Meðvirkninámskeiðin í Skálholti hafa vakið mikla athygli og hefur þátttakan verið afburðagóð frá fyrsta námskeiðinu sem haldið var í nóvember 2009. Dagana 6. - 10. sept 2021 verður boðið upp á tuttugasta og sjöunda námskeiðið hér í Skálholti um meðvirkni.

Umsjón með námskeiðinu hefur sr. Anna Sigríður Pálsdóttir.

Námskeiðið hefst kl. 10.00 á mánudegi og því lýkur um kaffileytið á föstudegi. Hámarksfjöldi þátttakenda er 20 manns og vænta má biðlista á námskeiðið. Hægt er að skrá sig hér fyrir neðan.

Námskeiðsgjald fyrir einstakling í einstaklingsherbergi með sturtu og salerni og fullu fæði í fimm daga er eingöngu 160.000 kr. Farið er fram á 65.000 kr staðfestingargreiðslu.

Hægt er að skipta námskeiðsgjaldi í þrennt og sækja um endurgreiðslu námskeiðsgjalds frá stéttarfélögum.

DEILA VIÐBURÐINUM