top of page

mán., 04. apr.

|

Skálholt

Meðvirkninámskeið 4. - 8. apríl 2022

Anna Sigríður Pálsdóttir verður með meðvirkninámskeið í Skálholti dagana 4. - 8. apríl 2022. Hámarksfjöldi þátttakenda er 18 manns. Námskeiðin eru mjög vinsæl og þarf að skrá sig til að tryggja pláss. Námskeiðið hefst kl 10:00 á mánudagsmorgni og lýkur um kaffileytið á föstudeginum.

Uppselt er á viðburðinn - Þú ert komin(n) á biðlista
Aðrir viðburðir í Skálholti
Meðvirkninámskeið 4. - 8. apríl 2022

TÍMI & STAÐSETTNING

04. apr. 2022, GMT – 10:00 – 08. apr. 2022, GMT – 15:00

Skálholt, Skálholt, Iceland

UM VIÐBURÐINN

Anna Sigríður Pálsdóttir stýrir meðvirkninámskeiði í Skálholti dagana 4. - 8. apríl 2022.  Námskeiðið verður haldið í kyrrð og ró í Skálholti í umhverfi sem heldur vel utanum þátttakendur. Gist er á staðnum og er fullt fæði innifalið í námskeiðsgjaldinu sem stillt er í hóf.  Námskeiðið hefst kl 10:00 á mánudagsmorgni og lýkur um kaffileytið á föstudeginum. 

Löng hefð er fyrir meðvirkninámskeiðum í Skálholti sem hafa verið haldin frá árinu 2009 við miklar vinsældir. Hámarks fjöldi þátttakenda er 18 manns, tryggið ykkur pláss sem fyrst.  Ef það er fullt á námskeiðið er hægt að skrá sig á biðlista.

Hvað er meðvirkni?

Meðvirkni eða co-dependence er hugtak sem hefur verið notað í auknum mæli hér á landi. Af mörgum er hugtakið ofnotað, en ljóst er að fáir vita til fulls hvaða merkingu það hefur. Námskeiðinu er ætlað að varpa ljósi á það hvaða merkingu hugtakið hefur og hvaða  áhrif einkennin þess hafa á einstaklinginn.

Kannast lesandi við þessi einkenni:

Þreytu, vöðvabólgu, höfuðverk, magakrampa, hjartsláttar truflanir, pirring, reiði, kvíða, ótti, áhyggja, almennt neikvæðar tilfinningar, stöðuga líkamlega, andlega og tilfinningalega streitu?  Kannski að vera ráðvilltur, að væntingar stangist á við raunveruleikann, að vera félagslega einangraður eða að hafa tilhneiging til að reyna að hafa stjórn á aðstæðum.  Vantraust, bölsýni, sterk tilfinning fyrir því að vera refsað.

Þetta eru einkenni sem að hrjá þau sem að vanrækja þarfir sínar, þau sem hugsa betur um aðra en um eigin þarfir. Þetta eru, í víðu samhengi, einmitt einkennum sem meðvirkur  einstaklingur finnur fyrir, einstaklingur sem er virkari í lífi annarra og þar með vanvirkur í eigin lífi .  Í raun er hugtakið meðvirkni regnhlífahugtak yfir þessi einkenni.

Á námskeiðinu verður farið ítarlega yfir

  • Hugtakið meðvirkni,
  • Orskarir meðvirkni
  • Helstu einkenni meðvirkni
  • Hvaða áhrif hefur meðvirkni á hversdagslegt líf okkar?
  • Hvaða leiðir eru til bata? 

Dagskráin skapar rými fyrir kyrrð og næði til að líta inn á við sem umhverfi Skálholts styður fullkomlega við.

Námskeiðið hefst á mánudegi kl 10:00 og lýkur á föstudegi um kaffileitið. 

Námskeiðsgjald fyrir einn í herbergi með fullu fæði er eingöngu 160.000 kr. Farið er fram á 65.000 kr staðfestingargreiðslu. Skráningargjaldið gengur upp í námskeiðsgjaldið en er óendurkræft ef hætt er við.  Greiðsluseðill er sendur í heimabanka þátttakanda. 

Leiðbeinandi er: Anna Sigríður Pálsdóttir er klínískur þerapisti og handleiðari. Hún er sérfræðimenntuð í áfalla- og uppeldisfræðum Piu Mellody sem fjalla um þróun varnarhátta sem afleiðingu af áföllum í uppvexti og hvernig sú upplifun leiðir til áfallastreitu og meðvirkni á fullorðinsárum. 

Ef spurningar vakna vinsamlegast hafið samband: annasigridur@fyrstaskrefid.is

DEILA VIÐBURÐINUM

bottom of page