Kyrrðabænadagar 20 - 23 janúar 2022
Kyrrðabænadagar verða haldnir í Skálholti 20-23 janúar 2022. Nánari dagskrá auglýst síðar


TÍMI & STAÐSETTNING
20. jan. 2022, 18:00 – 23. jan. 2022, 14:00
Skálholt, Skálholt, Iceland
UM VIÐBURÐINN
Kyrrðarbænadagar í Skálholti 20. – 23. janúar 2022
Kyrrðarbænadagar í Skálholti veita einstakt tækifæri til að dvelja og endurnærast í kyrrð, mildi, þögn og hvíld. Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi standa fyrir þessum dögum og því er iðkun Kyrrðarbænar og Lectio divina í forgrunni en helgin fer einnig að mestu fram í þögn fyrir utan þá fræðslu sem boðið er upp á. Þögnin gerir fólki kleift að skoða hvað bærist innra með þeim og að hlúa vel að sjálfu sér.
Um er að ræða langa helgi sem hefst á fimmtudegi kl. 18 og lýkur kl. 14 á sunnudegi.
Verð: auglýst síðar. Innifalið í verðinu er einstaklingsherbergi með sér baði, fullt fæði ásamt námskeiðinu sjálfu.
Hægt er að sækja um styrk í sumum starfsmenntunarsjóðum stéttarfélaga.
Umsjón: Sr. Arndís Bernhardsdóttir Linn og Bylgja Dís Gunnarsdóttir.
Skráning fer fram á heimasíðu Skálholts www.skalholt.is Framkvæmdastjóri veitir upplýsingar (leiðsögn við skráningu) í síma 486 8870.
Ef spurningar vakna má senda fyrirspurnir á kyrrdarbaen@kyrrdarbaen.is eða arndis.linn@lagafellskirkja.is. Einnig má finna upplýsingar um Kyrrðarbæn og fleira á www.kyrrdarbaen.is.