"Heyr himna smiður" - Tónleikar með Jónasi Þóris og Hjörleifi Valssyni
Föstudagskvöldið 16. júlí kl. 20.00 verða í Skálholtsdómkirkju tónleikar félaganna, Hjörleifs Valssonar fiðluleikara og Jónasar Þóris orgelleikara. Tónleikarnir bera yfirskriftina “ Heyr himna smiður”.


TÍMI & STAÐSETTNING
16. júl. 2021, 20:00 – GMT – 21:05
Skálholt, Skálholt, Iceland
UM VIÐBURÐINN
Föstudagskvöldið 16. júlí kl. 20.00 verða í Skálholtsdómkirkju tónleikar félaganna, Hjörleifs Valssonar fiðluleikara og Jónasar Þóris orgelleikara. Tónleikarnir bera yfirskriftina “ Heyr himna smiður” sem vísar til þess fallega helgidóms sem Skálholtsdómkirkja er og einnig til Þorkels Sigurbjörnssonar tónskálds en sálmurinn var frumfluttur í Skálholti fyrir 50 árum.
Dagskrá tónleikanna verður ferðalag, 400 ára ferðalag frá Heinrich Franz Biber (1644) til Jónasar Þóris (1956) en þeir félagar munu flytja nýjan sálm eftir Jónas, “Þung er mín sorg og þraut”. Á meðal höfunda eru J.S. Bach, Þorkell Sigurbjörnsson, Duke Ellington, Ennio Morricone, John Williams og Vangilis.
Tónleikarnir verða rúmur klukkutími og miðaverð er 4000 kr. Miðar seldir við innganginn.