top of page

Hátíðartónleikar - Valgeir 7-tugur

Hátíðartónleikar verða haldnir í Skálholtskirkju í tilefni af sjötugsafmælisári Valgeirs Guðjónssonar 17. júní nk kl 15:00. Tónleikarnir spanna um 2 klst með hléi. Miðasala á Tix.is

Hátíðartónleikar - Valgeir 7-tugur
Hátíðartónleikar - Valgeir 7-tugur

TÍMI & STAÐSETTNING

17. jún. 2022, 15:00 – 17:00

Skálholt, Skálholt, Iceland

UM VIÐBURÐINN

SAGA MUSICA – Sungið um fólk og atburði á tímum landnáms auk þess sem unnin hefur verið íburðamikil tónleikaskrá með listrænum myndskreytingum við hvert lag og sögur. Tölusett afmæliseintök í takmörkuðu upplagi eru seld samhliða aðgöngumiðum á tónleikana. Miðasala á Tix.is. 

Valgeir Guðjónsson er þekktur fyrir frumleika í laga- og textasmíðum og verk hans spanna vítt svið.

Hér breytir hann um gír en í tilefni af sjötugsafmælisári sínu sínu ákvað Valgeir að helga sig verkefninu SAGA MUSICA. Það verkefni hefur verið honum hugleikið í yfir 30 ára tímabil eða allt frá því að hann sigldi á Víkingaskipinu GAIA árið 1991. Valgeir hóf að semja lagatexta á ensku með það í huga að miðla sagnaarfinum og mæta þeim mikla áhuga sem Íslendingasögurnar hafa víða um heim.

Textar við lög SAGA MUSICA eru því á ensku og vísa til manngerða og atburða sem við þekkjum úr goðafræðinni og Íslendingasögunum. Tilteknar persónur eru ekki nefndar né atburðir en allt sem um er skrifað og sungið skírskotar til þess sem við könnumst við og tengjum við það sem við höfum heyrt eða lesið. Söguþræði SAGA MUSICA eru í stuttu máli gerð skil á íslensku á milli laga enda eru Hátíðartónleikar í Skálholti ekki síst ætlaðir Íslendingum.

Hins vegar hefur tónleikaskráin að geyma sögurnar við lögin í fullri lengd á ensku, samdar af Sindra Mjölni sem vann einnig hinar mögnuðu teikningar. Á tónleikunum upplifa áheyrendur örlagasögur frá landsnámstímanum, þar sem fara saman sjóferðir út í hið ókunna, þrælahald, ástir og hefndir.

Tónleikarnir spanna um 2 klst með hléi. Talan sjö einkennir tónaleikana; sjö afburða tónlistamenn og konur skipa hljómsveitina : VignirÞór Stefánsson á píanó, Haraldur Þorsteinsson á bassa, Pétur Valgarð á gítar, Ásgeir Óskarsson á slagverk, Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir söngkona að ógleymdum heiðursgesti 17. júní tónleikanna Valgerði Guðnadóttur leikkonu og söngkonu.

Þjóðahátíðardagur okkar 17. júní var valinn fyrir frumflutning á SAGA MUSICA, þar sem á þeim degi lagði víkingaskipið Gaia að bryggju í Reykjarvíkurhöfn en einnig þar sem Landnám og Þjóðhátíð Íslendinga kallast fallega á. Eins og sjá má tekur verðlagning einnig mið af tölunni sjö á 7-tugasta afmælisári Valgeirs.

DEILA VIÐBURÐINUM

bottom of page