Hátíðarmessur í Skálholtsprestakalli yfir jól og áramót
Dagskrá yfir hátíðarmessur í Skálholtsprestakalli á aðventu og jóladögum. Fjöldi messa verða haldnar yfir hátíðirnar í prestakallinu. Dagskráin verður uppfærð jafnóðum ef eitthvað breytist.


TÍMI & STAÐSETTNING
19. des. 2021, 19:00 – 20. des. 2021, 23:10
Skálholt, Skálholt, Iceland
UM VIÐBURÐINN
Í desember eru nokkrir fallegir og merkir dagar helgaðir þekktum helgum mönnum. Aðventan er í heild sinni helguð Maríu Guðsmóður.
Laugardaginn 3. desember er Barbörumessa og 6. desember er Nikulásarmessa en hann er nokkurs konar fyrirmynd jólasveinsins Santa Claus, Sankti Nikulás. Þann 13. desember er Lúsíumessa og svo þarf varla að minna á Þorláksmessuna okkar 23. desember nema til að hún verði nefnd í þessu samhengi. Kristsmessa er jóladagurinn stundum nefndur. Svo má nefna Stefáns messu annan í jólum en Stefán er oft nefndur frumvottur, fyrsti píslarvotturinn. En við byrjum á því að telja niður sunnudagana fjóra á aðventunni. Annar sunnudagur í aðventu er 5. des. og þá tendrum við Betlehemskertið á aðventukransinum. Svo koma seinni kertin tvö þriðja og fjórða sunnudaginn, Hirðakertið og Englakertið. Þá verður helgileikur skólabarna í Skálholtskirkju sunnudaginn 12. desember kl. 16 og heitt súkkulaði á eftir á veitingastaðnum okkar. Við teljum líka niður með aðventumessum sem verða fleiri en vanalega en þær verða í Stóruborgarkirkju, Búrfellskirkju auk Skálholtsdómkirkju. Fyrsta sunnudaginn í aðventu var vel sótt aðventumessa í Haukadalskirkju og aðventugarðurinn var haldinn á Sólheimum. Sú nýbreytni verður einnig að við höldum stutta morgunmessu í Þorláksbúð á Þorláksmessu kl. 9. Eru vonir bundnar við að þetta verði allt vel sótt og allir geti komið saman.
Flestar messur annast Jón Bjarnason, organisti, og sr. Kristján Björnsson, biskup. Auk hans messa sr. Bolli Pétur Bollason, sr. Hannes Örn Blandon, sr. Axel Á Njarðvík og sr. Sighvatur Karlsson og organistinn Ester Ólafsdóttir.
En hér er dagskráin og verður hún uppfærð jafnóðum ef eitthvað breytist.
19. desember Fjórði sunnudagur í aðventu
Skálholtsdómkirkja – Aðventumessa kl. 11
Búrfellskirkja – Aðventumessa kl. 14
23. desember Þorláksmessa (fimmtudagur)
Skálholtsdómkirkja – Morgunbæn og altarisganga kl. 9
24. desember Aðfangadagur jóla
Sólheimakirkja – Aftansöngur kl. 16
Skálholtsdómkirkja – Aftansöngur kl. 18 - Skálholtskórinn.
24. desember Jólanótt
Skálholtsdómkirkja – Hátíðarmessa kl. 23.30 - Skálholtskórinn.
25. desember Jóladagur
Miðdalskirkja – Hátíðarguðsþjónusta kl. 11
Skálholtsdómkirkja – Hátíðarmessa kl. 14 - Skálholtskórinn.
Þingvallakirkja – Hátíðarguðsþjónusta kl. 14
26. desember Annar dagur jóla (sunnudagur)
Úlfljótsvatnskirkja – Hátíðarguðsþjónusta kl. 11
Mosfellskirkja – Hátíðarguðsþjónusta kl. 13
Bræðratungukirkja – Hátíðarguðsþjónusta kl. 15
27. desember Þriðji dagur jóla
Úthlíðarkirkja – Hátíðarguðsþjónusta kl. 16
31. desember Gamlársdagur (föstudagur)
Haukadalskirkja – Hátíðarguðsþjónusta kl. 14
Sólheimakirkja – Aftansöngur kl. 17
Skálholtsdómkirkja – Aftansöngur kl. 17
1. janúar 2022 Nýársdagur (laugardagur)
Torfastaðakirkja – Hátíðarmessa kl. 14
Þingvallakirkja – Nýársmessa kl. 14