Fræðsluganga um slóðir Þorláks helga í Skálholti
Hver er þessi Þorlákur á Þorláksmessum? Hversvegna varð hann dýrlingur Íslands? Hvernig mótaði hann þætti Íslandssögunnar? Komdu í fræðslugöngu um slóðir Þorláks helga í Skálholti miðvikudaginn 22. júní kl 17:00. Gangan er öllum opin og ókeypis. Veitingastaðurinn Hvönn er opinn fyrir og eftir röltið


TÍMI & STAÐSETTNING
22. jún. 2022, 17:00 – 19:00
Skálholt, Skálholt, Iceland
UM VIÐBURÐINN
Kristján Björnsson vígslubiskup leiðir fræðslugöngu í spor og sæti Þorláks helga í Skálholti. Þorlákur Þórhallsson var biskup í Skálholti 1178-1193 og er eini dýrlingur Íslands.
Hver var þessi Þorlákur á Þorláksmessum? Hvaða byggingar og kennileiti bera heiti hans? Hversvegna var hann lýstur dýrlingur og hvernig mótaði hann Íslandssöguna með nýrri kirkjustjórn og endurnýjun í helgun og trú? Kristján mun svara þessum spurningum og fleirum í sinni fræðandi og skemmtilegu göngu. Gangan hefst kl 17:00 við Skálholtskirkju, hún er létt en tekur um tvo tíma. Gangan er öllum opin og ókeypis. Veitingastaðurinn Hvönn er opinn fyrir kvöldverð eða hressingu og spjall eftir göngu en það er líka gott að koma í kaffi fyrir röltið.