Fjölskyldutónleikar sunnudaginn 21 nóvember í Skálholtskirkju

Fjölskyldutónleikarnir "Myndir á sýningu" verða fluttir í Skálholtskirkju sun 21. nóv kl 16:00. Aðgangseyrir 3000 kr - frítt fyrir 12 ára og yngri. Ágoðinn rennur í Flygilssjóð Skálholtskirkju. Miðar takmarkast við 50 manns og eru gestir beðnir um að sitja með amk 1 m á milli og bera grímu.

Miðaverð 3000 kr - frítt f 12 ára og yngri
Miðar seldir á staðnum
Fjölskyldutónleikar sunnudaginn 21 nóvember í Skálholtskirkju

TÍMI & STAÐSETTNING

29. nóv. 2021, 16:00 – 17:00

Skálholt, Skálholt, Iceland

UM VIÐBURÐINN

Fjölskyldutónleikar þar sem flutt verður verkið ,,Myndir á sýningu" eftir Rússneska tónskáldið Modest Mussorgsky.

Flytjendur eru Jón Bjarnason: orgel Jóhann I. Stefánsson: trompet Páll Palomares: fiðla Xun Yang: kontrabassi

Þeir félagar Jóhann Stefánsson trompetleikari og Jón Bjarnason organisti hafa verið að æfa eitt af stórvirkjum tónlistarsögunnar, ,,Myndir á sýningu" eftir Modest Mussorgsky. Þeir hafa flutt það á tónleikum í útsetningu fyrir trompet og orgel i þremur kirkjum á Íslandi; Selfosskirkju, Skálholti og í Fríkirkjunni í Reykjavík. 

"Myndir á sýningu" er verk með tíu köflum - auk göngustefs sem endurtekið er í ýmsum myndum - samið fyrir píanó af rússneska tónskáldinu Modest Mussorgsky árið 1874.

Verkið lýsir upplifun tónskáldins af myndlistarsýningu með málverkum eftir Viktor Hartmann. Hver kafli lýsir ákveðinni mynd og svo heyrist göngustefið á milli kafla.

Svítan er frægasta píanótónsmíð Mussorgskys og hefur verið flutt af flestum píanóeinleikurum heimsins. En mestum vinsældum hefur verkið hlotið í útsetningu Maurice Ravel frá 1922 fyrir fulla sinfóníuhljómsveit. Á þessum tónleikum bætast við tvær frábærir hljóðfæraleikarar þeir Páll Palomares og Xun Yang og verður verkið flutt í útsetningu fyrir trompet, orgel. fiðlu og kontrabassa. Verkið hefur aldrei verið flutt með þessari hljóðfæraskipan áður svo vitað sé.

Á tónleikunum verður verkið kynnt og sýndar myndir sem varðveist hafa og veittu tónskáldinu innblástur.

Aðgangseyrir kr. 3.000 - Ágoðinn rennur beint í sjóð til söfnunar nýjum Flygli í Skálholtskirkju. Frítt fyrir börn yngri en 12 ára.  Miðar seldir við innganginn, posi á staðnum. 

Fjöldi tónleikagesta takmarkast við 50 manns. Fólk er beðið um að sitja með 1 m bil á milli hópa og bera grímu alla tónleikana.

DEILA VIÐBURÐINUM