fös., 04. feb.
|Skálholt
Einmana saman - Námskeið með Jóhönnu Magnúsdóttur
Á námskeiðinu "Einmana saman" er einmanaleikinn er ávarpaður með skilningi og væntumþykju í heilandi umhverfi Skálholts. Námskeiðið verður haldið í Skálholti helgina 4. - 6. febrúar nk. Það samanstendur af fyrirlestrum, samtali, frábærum mat, uppákomum og skemmtilegum æfingum.

TÍMI & STAÐSETTNING
04. feb. 2022, GMT – 17:00 – 06. feb. 2022, GMT – 11:00
Skálholt, Skálholt, Iceland
UM VIÐBURÐINN
Einmana saman – helgardekur „Við erum víruð fyrir væntumþykju og til að tilheyra“ eru orð félagsráðgjafans Brené Brown. Það að vera í sambandi við annað fólk, annars er hætta á að við verðum veik. Læknar tala um að einmanaleiki geti verið hættulegri heilsunni en reykingar eða alkóhólismi. Einmanaleiki þarf ekki alltaf að vera það að t.d. búa einn, - einmanaleiki getur líka verið það að manni finnist maður ekki tilheyra, eða vanta einhvern/einhverja til að tilheyra. Nú er komið að því að ávarpa þennan einmanaleika. Mætast í skilningi og væntumþykju. Af því tilefni er efnt til helgardekursins „Einmana saman“ í heilandi umhverfi Skálholts helgina 4.-6. febrúar nk. Helgin samanstendur af fyrirlestrum, samtali, uppákomum og skemmtilegum æfingum - en markmiðið er auðvitað að hafa gaman saman og ná að upplifa það að vera alls ekki ein/n. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Jóhanna Magnúsdóttir, kennari og guðfræðingur, en hún leysti af sem sóknarprestur í Skálholti veturinn 2016-2017 og þekkir því vel til staðarhátta. Jóhanna byggir leiðsögn sína á þekkingu og menntun, en fyrst og fremst á lífsreynslu. Jóhanna hefur fjölþætta reynslu af námskeiðahaldi og ráðgjöf og ætlar því að deila ýmsu úr sinni fjársjóðskistu.
Drög að dagskrá „Einmana saman“ :
Föstudagur 4. febrúar
17.00 – 18.00 mæting og herbergin klár, möguleiki á að fá herbergið fyrr.
18.30 Laufléttur kvöldverður
20.00 – 22:00 Samvera í setustofunni, arinstofu Skálholtsskóla. Kynning á dagskrá, leiðbeinandi og þátttakendur kynna sig.
Laugardagur 5. febrúar
8.00 Morgunhugleiðsla
8:15 Morgunverður
09:00 Innleiðing og samtal um einmanaleika, sjálfsmynd og tilfinningar
11:00 Frjáls tími
12.00 Hádegisverður
13:00 Samverustund og samtal um væntingar og vonir
15.00 Kaffipása
16:00 Sögustund um Skálholtsstað
17:00 Frjáls tími – eftirmiðdagsafslöppun
19.00 Kvöldverður
20:30 Bíókvöld - horfum á „húmaníska“ bíómynd saman og hún síðan rædd.
Sunnudagur 6. febrúar
09:00 morgunhugleiðsla
09:15 Morgunverður – borðaður með nautn og núvitund 😊
10:00 Samvera í setustofu – samantekt um upplifanir helgarinnar.
11.00 Messa í Skálholtsdómkirkju (fyrir þau sem óska) – annars frjáls tími, t.d. til gönguferðar.
12:15 Hádegishressing og kveðjustund.
13:00 Dagskrá lokið og kvaðst úti á hlaði
Skráning og upplýsingar:
Skráning er hér á síðunni og eru þar dálkar að fylla út, m.a. um sérfæði eða sérstakar óskir.
Verð á mann í einbýli er 55.400,- með gistingu og öllum máltíðum frá föstudagskvöldverði til hádegisverðar á sunnudag. Verð miðað við mann í tveggja manna herbergi er kr. 46.500.- Staðfestingargjald er 5500.- er óafturkræft. Hægt er að fá reikning fyrir námskeiðskostnaði ef nota á það til endurgreiðslu úr starfsmenntunarsjóðum sem margir launþegar eiga kost á. (Ath. Ekki er endurgreitt vegna matar og gistingar).
Við skráningu berast upplýsingar um skráningargjaldið sem er hluti af heildarverðinu hér að ofan.