Biskupsfrúrnar í Skálholti - Málþing í Skálholti - 19. júní nk
Stórskemmtilegt málþing um Biskupsfrúrnar í Skálholti verður haldið 19. júní nk. Hildur Hákonardóttir rithöfundur með meiru kynnir fyrir okkur Biskupsfrúr fyrri alda í Skálholti.


TÍMI & STAÐSETTNING
19. jún. 2021, 10:00 – 15:30
Skálholt, Skálholt, Iceland
UM VIÐBURÐINN
Stórskemmtilegt málþing um Biskupsfrúrnar í Skálholti! Hildur Hákonardóttir og Sr Kristján Björnsson kynna fyrir okkur Biskupsfrúr í Skálholti.
Hvenær: Laugardagurinn 19 júní frá kl 10:00 - 15:30
Dagskrá
10:00 Mæting í Skálholtskirkju
10:30 Fyrirlestur Hildar Hákonardóttur um biskupsfrúr í Skálholti
12:00 Hádegisverður í anda fyrri alda í Skálholti
13:00 Söguganga um Skálholt með leiðsögn Kristjáns Björnssonar vígslubiskupsins í Skálholti
13:30 Líflegar umræður um biskupsfrúrnar og líf þeirra í Skálholti fyrri alda
15:00 Kaffi og samvera
15:30 Dagskrárlok
Verð 7.000,- kr (Hádegismatur og kaffi innifalið)
Mælt er með að fólk kynni sér bækurnar "Hvað er svona merkilegt við það að vera biskupsfrú" (fyrra og seinna bindi) eftir Hildi Hákonardóttur. Bækurnar verða til sölu á staðnum.