fim., 25. ágú.
|Skálholt
25. ágúst - Gengið á slóðir Ragnheiðar Brynjólfsdóttur í Skálholti
Fimmtudaginn 25. ágúst nk kl 18:00 verður efnt til Ragnheiðargöngu í Skálholti. ATH breytta dagsetningu. Friðrik Erlingsson rithöfundur leiðir gönguna en hann er einn helsti sérfræðing landsins í sögu Ragnheiðar. Gangan hefst við Skálholtskirkju kl 18:00 og er öllum opin og ókeypis.

TÍMI & STAÐSETTNING
25. ágú. 2022, 18:00 – 19:30
Skálholt, 806 Skálholt, Iceland
UM VIÐBURÐINN
Fimmtudaginn 25 ágúst nk verður efnt til Ragnheiðargöngu í Skálholti.
Friðrik Erlingsson rithöfundur leiðir gönguna en hann er einn helsti sérfræðing landsins í sögu Ragnheiðar. Friðrik skrifaði einmitt handrit að óperunni Ragnheiði sem frumflutt var í Skálholtskirkju á sínum tíma.
Gangan hefst við Skálholtskirkju kl 18:00, og tekur um 1-2 klst. Gengið verður um fornleifasvæðið við kirkjuna, en þar má sjá móta fyrir þeim hýbýlum sem voru í Skálholti á tímum Brynjólfs Biskups og fjölskyldu. Farið verður inn í Skálholtskirkju þar sem sögð verður hin harmræna saga Ragnheiðar. Skoðaðir verða helstu staðir tengdir ævi Ragnheiðar og fólksins hennar. Þar á meðal verður komið við hjá minningarmarki Ragnheiðar og fjölskyldu sem Skálholtsfélag hið nýja kom upp fyrir fáeinum árum.
Hægt er að kaupa veitingar á Veitingastaðnum Hvönn í Skálholti fyrir eða eftir gönguna.
Ókeypis er í gönguna. Verið öll velkomin