

Lokamessa fyrir lokun dómkirkjunnar fram að páskum
Lokamessa verður í Skálholtsdómkirkju sunnudaginn 8. janúar kl. 11 og er það síðasta messa fyrir lokun kirkjunnar fram að páskum. Lokamessan er helguð birtingarhátíðinni sem oftast er kölluð þréttándinn, síðasti dagur jóla. Það er dagur vitringanna því með þeirra lofgjörð varð ljóst hver hinn nýfæddi Jesús var. Við syngjum síðustu jólalögin í bili enda var ekki hægt að koma við messum á aðfangadag, jólanótt eða jóladag. Kirkjan fær algjöra endurnýjun að innan með viðgerðum, m