

Góðir gestir á umhverfisráðstefnu í Skálholti og á Hringborði Norðurslóða í Reykjavík
Forseti Lúterska heimssambandsins, dr. Panti Filibus Musa, erkibiskup Nígeríu, heimsækir Ísland til að taka þátt í umhverfisráðstefnu í Skálholti og taka þátt í málstofu sem kirkjan stendur fyrir á Hringborði norðurslóða, Arctic Circle Assembly, með góðum samstarfsaðilum. Ásamt honum kemur Grænlandsbiskup, Paneeraq S. Munk, til Skálholts að taka þátt í þessu brýna verkefni. Helstu samstarfsaðilar að ráðstefnunni eru Arctic Circle, Stofnun dr. Sigurbjörns Einarssonar, Guðfræð


Söguganga, kvöldverður og menningardagskrá 7. nóvember
Sjöundi nóvember er einn af merkari minnisdögum í Skálholti og sögu Íslands. Þann dag árið 1550 var herra Jón Arason, biskup á Hólum, tekinn af lífi ásamt tveimur sonum sínum, Ara lögmanni og sr. Birni. Markaði það upphaf siðaskipta í Hólastifti en siðbótin varð árið 1540 í Skálholtsstifti við andlát herra Ögmundar Pálssonar, biskups. Dagskráin helgast af sögugöngu síðdegis um Þorláksleiðina nýju, kvöldverður er á veitingastaðnum Hvönn, menningardagskrá verður með Skálholtskó

STAKA kemur frá Kaupmannahöfn til Skálholts
Íslenski kammerkórinn í Kaupmannahöfn, STAKA, heldur tónleika í Skálholtsdómkirkju laugardaginn 1. október klukkan fimm. Stjórnandi kórsins er Tóra Vestergaard og höfundar verkanna eru m.a. Anna Þorvaldsdóttir, Finnur Karlsson, Hafliði Hallgrímsson, Hugi Guðmundsson, Eric Whitacre, Eriks Esenvalds, György Orbán og Jaako Mäntyjärvi. Allir velkomnir og er aðgangseyrir greiddur við innganginn.


Kyrrðardagar á aðventu 1. - 4. desember
Kyrrðardagar verða á aðventunni í Skálholti og eru allir velkomnir. Lögð verður sérstök rækt við matseðilinn og hluta matmálstímanna verður fastað uppá hvítt með hvítmeti og alveg yfir í alhvítan rétt á diski. Íhuganir eru á hverjum degi, helgihald með tíðasöng kvölds og morgna, viðtöl við prest, gönguferðir með íhugun á Þorláksleið og góðri hvíld á endurnýjuðu Hótel Skálholti. Jón Bjarnason heldur tónleika með orgeltónlist aðventunnar. Veitingastaðurinn Hvönn í Skálholti ann