
Skrifarasmiðja í Skálholti helgina 13. og 14. ágúst kl 12:00 - 15:00
Helgina 13 - 14 ágúst mun heimur fornar verkmenningar opnast í Skálholti. Smiðjan verður öllum opin frá kl 12 - 15 báða dagana. Gengið er inn á Veitingastaðinn Hvönn í Skálholti og inn til vinstri í fyrirlestrarsalinn. Í samvinnu við Árnastofnun mun Skálholt bjóða uppá skrifarasmiðju fyrir börn og fjölskyldur þeirra í Skálholtsskóla en þar verður sett upp handritasmiðja þar sem fjölskyldur fá innsýn í gerð miðaldahandrita og horfið inn í heim horfinnar verkmenningar. Í smiðj


Vegleg Skálholtshátíð 2023 og kirkjan 60 ára
Skálholtshátíð 2023 verður aukin að dagskrá miðað við síðustu ár vegna afmælisársins. Sextíu ár verða liðin frá vígslu Skálholtsdómkirkju og verður haldið uppá það með því að ljúka mjög miklum endurbótum utan og innandyra í kirkjunni. Í anda íslenskra afmælisára verða önnur hús á staðnum lagfærð og færð í skálholtskirkjuhvíta veggi og dökkgráu þökin. Dagskráin verður vegleg og hefst hún á Þorláksmessu á sumar fimmtudaginn 20. júlí með morgunmessu við Þorlákssæti. Fimmtudag og


Fræðsluganga 10. ágúst kl 17:00 FELLUR NIÐUR!
Fræðsluganga Bjarna Harðarssonar sem átti að vera 10. ágúst kl 17:00 FELLUR NIÐUR! Hinsvegar kemur Bjarni Harðar þann 31. ágúst nk kl 18:00 og leiðir gönguna "Dauðra manna sögur". Bjarni mun endurtaka leikinn frá í fyrra og ganga með gesti í spor dauðra manna í Skálholti. Hann mun segja sögur sem tengjast dauðanum og yfirnáttúrulegum atburðum í Skálholti eins og honum einum er lagið. Sagðar verða sögur, gamlar sagnir, þjóðsögur og frásagnir af yfirnáttúrulegum atburðum í Ská


"Á ávöxtunum skuluð þér þekkja þá". Messa kl. 11.
Þemað í messunni sunnudaginn 7. ágúst kl. 11 eru þessi orð Jesú: "Á ávöxtunum skuluð þér þekkja þá." Messan er á þann hátt sérstök að bæði sakramentin verða höfð um hönd, skírnin og altarisgangan. Þau eru sakramenti þar sem báðir helgisiðirnir eru stofnaðir af Jesú sjálfum með orðum hans og boði. "Farið og skírið ..." í skírninni. "Takið og etið" og "Drekkið allir hér af" í altarisgöngunni. Við komum því öll að boði hans sem koma á morgun. Af elsku mannanna þekkjum við hverir