
Sumartónleikar í Skálholti 1. - 10. júlí 2022 - Dagskrá
Við kynnum með stolti dagskrá Sumartónleika í Skálholti 2022! Dagana 1. - 10. júlí mun tónlistarfólk úr fremstu röð fylla Skálholtskirkju af tónum. Stórkostlegt listafólk mun koma fram á hátíðinni í ár. Sjáumst í Skálholti! Ókeypis er á alla tónleika en tekið er á móti frjálsum framlögum. 30. JÚNÍ 20:00
UPPTAKTUR: LHÍ 1. JÚLÍ 20:00
TAFFELPIKENE:
ADA SÚ SEM SKAPAR 2. JÚLÍ 13:00
FJÖLSKYLDUTÓNLEIKAR: NÚ ANGAR OG SUÐAR Í SKÁLHOLTI 2. JÚLÍ 15:00
SIGURÐUR HALLDÓRSSON:
HLJÓMANDI 3

Um slóðir Þorláks helga - söguganga miðvikudag 22. júní nk kl 17:00
Hver var þessi Þorlákur á Þorláksmessum? Hvaða byggingar og kennileiti bera heiti hans? Hvernig verð hann lýstur dýrlingur og hvernig mótaði hann Íslandssöguna? Hvað er helgur maður eða dýrlingur? Kristján Björnsson vígslubiskup mun svara þessum spurningum og fleirum í fræðandi og skemmtilegri göngu um slóðir Þorláks helga í Skálholti. Gangan hefst kl 17:00 miðvikudaginn 22. júní við Skálholtskirkju og leiðir sr. Kristján hópinn í spor Þorláks helga, en hann var biskup í Skál

Helgihald á hátíðisdögunum 17. júní og 19. júní
Tveir merkisdagar eru framundan, lýðveldishátíðin og kvenréttindadagurinn. Á lýðveldishátíðinni 17. júní verður guðsþjónusta í Torfastaðakirkju kl. 13 í tengslum við hátíðardagskrá í Reykholti og messa í Þingvallakirkju kl. 14. Kvenréttindadaginn 19. júní er messa í Skálholtsdómkirkju kl. 11. Þessir merkis dagar marka réttindi og frelsi og fullveldi þjóðar en umfram allt baráttuna til að ná þeim og fagna. Til hamingju með þessa daga!

Hátíðartónleikar í Skálholtskirkju 17. júní kl 15:00 - Valgeir 7-tugur
Hátíðartónleikar verða haldnir í Skálholtskirkju í tilefni af sjötugsafmælisári Valgeirs Guðjónssonar 17. júní nk kl 15:00. Tónleikarnir spanna um 2 klst með hléi. Miðasala á Tix.is SAGA MUSICA – Sungið um fólk og atburði á tímum landnáms auk þess sem unnin hefur verið íburðamikil tónleikaskrá með listrænum myndskreytingum við hvert lag og sögur. Tölusett afmæliseintök í takmörkuðu upplagi eru seld samhliða aðgöngumiðum á tónleikana. Miðasala á Tix.is. Valgeir Guðjónsson er þ

Mikil "upplyfting" í Skálholti
Nokkuð söguleg stund þegar nýja danska klukkan fékk að taka flugið og svífa í turninn. Að baki henni er stærsta brotið úr þeirri gömlu sem féll og brotnaði við innhringingu á Skálholtshátíð árið 2002. Núna 20 árum síðar er sú nýja komin með styrkjum allra þeirra sem greitt hafa í Verndarsjóð Skálholtsdómkirkju. Og svo virkaði hún ósköp smá þegar horft var neðan úr garði á það þegar hún kom að gatinu þar sem þekjan hafði verið rofin í turninum. En kraninn frá Já verki var engi

Óskalögin við orgelið halda áfram! - Á miðvikudaginn 8. júní kl 17:00
Fjörið heldur áfram! Jón "glymskratti" Bjarnason, organisti Skálholtsdómkirkju heldur áfram að bjóða gestum að velja sitt óskalag. Næstu Óskalög verða í Skálholtskirkju miðvikudaginn 8. júní kl 17:00. Óskalögin voru mjög vinsæl í fyrra, en fjöldi fólks lagði leið sína í Skálholtskirkju og valdi sitt óskalag. Kórar mættu og tóku lagið, fólk valdi sitt óskalag og söng með, og Bohemian Rapsody var spilað óteljandi sinnum. Verið öll hjartanlega velkomin - aðgangur ókeypis en teki

Skálholtshátíðin verður 16. og 17. júlí og Sumartónleikarnir fyrstu helgarnar júlí
Skálholtshátíð er haldin ár hvert sem næst Þorláksmessu á sumri. Núna verður hámessan sunnudaginn 17. júlí kl. 14 og hátíðardagskrá kl. 16 eftir kirkjukaffi en einnig orgeltónleikar um morguninn. Laugardaginn 16. júlí er útimessa við Þorlákssæti fyrir hádegi og tónleikar kl. 16. Alla morgna verður tíðarsöngur á vegum Ísleifsreglunnar sem endurvakin var í fyrra í Þorláksbúð. Boðið verður uppá veglegt kaffihlaðborð á laugardeginum. Frekari dagskrá verður sett inn á síðuna eftir

Miklar framkvæmdir í Skálholti og nýja danska klukkan hýfð í turninn
Nokkrir verktakar og dugandi menn hafa unnið hörðum höndum að endurnýjun í kirkjunni, gestastofunni, prestsetrinu og víðar á staðnum. Þriðjudaginn 7. júní verður nýja danska klukkan hífð neðan af bílastæði og yfir turninn en látin síga niður um þekjuna á turni kirkjunnar. Klukkan og allur búnaður kemur frá Thomo klukkusmíði í Danmörku og grindin frá vélsmiðjnni Óðni. Allt verður nú endurnýjað í klukkuportinu og verður þetta góður áfangi. Steinsmiðir og trésmiðir frá Múr og Má