

Ragnheiðarganga miðvikudaginn 1. júní kl 17:00
Friðrik Erlingson leiðir Ragnheiðargöngu um Skálholtsstað. Gangan hefst við Skálholtskirkju kl 17:00 miðvikudaginn 1. júní nk. Gangan er hluti af "Menning á miðvikudögum" sem er menningardagskrá í Skálholti alla miðvikudaga í sumar kl 17:00. Miðvikudaginn 1. júní nk verður efnt til Ragnheiðargöngu í Skálholti. Friðrik er einn helsti sérfræðing landsins í sögu Ragnheiðar, en hann kafaði djúpt í sögu hennar við undirbúning á óperunni Ragnheiði sem var einmitt frumflutt í Skálho


Mæðradagsmessa á sunnudaginn 8. maí kl 11:00
Mæðradagsmessa sunnudaginn 8. maí í Skálholtsdómkirkju kl 11:00. Messan er tileinkuð mæðrum með ýmsum hætti. Tungutaki messunnar verður snúið yfir í kvenkyn, ritningartextar lesnir sem vísa til Guðs sem móður, Predikað verður um sköpunargáfu og endurfæðingu. Sálmar sem sungnir verða eru eftir konur. Mæður sérstaklega boðnar velkomnar! Gleðilegan mæðradag!


Menning á miðvikudögum - Alla miðvikudaga í sumar kl 17:00
Menning á miðvikudegi eru menningarviðburðir í Skálholti sem boðið verður uppá alla miðvikudaga í sumar kl 17:00 – 19:00. Við bjóðum upp á tónleika, fræðslugöngur, fyrirlestra, óskalög við orgelið og ýmislegt fleira. Mæting kl 17:00 við Skálholtskirkju á alla viðburði. Það þarf ekki að skrá sig, bara mæta! Aðgangur ókeypis – verið öll velkomin. Sjá dagskrána hér: JÚNÍMÁNUÐUR 1.júní 2022 kl 17:00 – Ragnheiðarganga. Friðrik Erlingsson leiðir göngu um slóðir Ragnheiðar Brynjólfs