

Vortónleikar kórs Menntaskólans að Laugarvatni 27. og 28. apríl
Kór Menntaskólans að Laugarvatni heldur sína árlegu vortónleika í Skálholtskirkju dagana 27. og 28. apríl. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 bæði kvöldin en húsið opnar kl. 19:30. Á efnisskrá kórsins er fjölbreytt úrval þjóðlaga og vorlaga svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Undirleikur er í höndum Eyrúnar Jónasdóttur kórstjóra auk kórfélaga sjálfra. Miðaverð er 3.000 kr. í forsölu, 3.500 kr. við dyr.
Eldriborgarar fá miða á 2.500 kr. í forsölu, 3.000 kr. við dyr


Sögur úr Skálholti - á Rás 1
Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir drepur niður á stöku stað í sögu Skálholts með hjálp góðra gesta. Meðal annars segir Karl Sigurbjörnsson frá dýrlingnum Þorláki helga, Hildur Hákonardóttir ræðir um biskupsfrúrnar í Skálholti og Friðrik Erlingsson rekur hina örlagaríku sögu Ragnheiðar Brynjólfsdóttur. Hér má hlusta á þáttinn. Hér er ítarlegra viðtal við Hildi Hákonardóttur, rithöfund bókanna um Biskupsfrúrnar Hér er ítarlegara viðtal við Friðrik Erlingsson, rithöfund og höfund t


Vörðukórinn tónleikar í Skálholti 13 apríl kl 20:00
Vörðukórinn lýkur vetrarstarfi sínu með tónleikum í Skálholti miðvikudagskvöldið 13. apríl n.k. kl 20:00. Fjölbreytt dagskrá með verkum eftir Bob Chilcott, Hildigunni Rúnarsdóttur, Þorkel Sigurbjörnsson, Loft S. Loftsson, Jón Ásgeirsson ofl. Von, kærleikur, ást og friður. Stjórnandi kórsins er sem fyrr Eyrún Jónasdóttir og undirleikari Arnhildur Valgarðsdóttir. Sérstakir gestir Vörðukórsins á tónleikunum eru Kristrún Steingrímsdóttir og Joel Durksen. Aðgangseyri kr 3000, óke


Messur í Skálholtsprestakalli um páska
Skálholtsdómkirkja: Skírdagur 14. apríl: Morgunbæn kl. 9. Fermingarmessa kl. 11. Kvöldbæn kl. 18. Kvöldmessa kl. 20 með síðustu kvöldmáltíð og afskrýðingu altaris í lokin. Organisti er Jón Bjarnason. Sr. Dagur Fannar Magnússon og sr. Kristján Björnsson þjóna. Föstudagurinn langi 15. apríl: Morgunbæn kl. 9. Píslasögumessa kl. 16 með Skálholtskórnum og lestri píslasögu Jesú Krists. Endað á síðustu orðum Krists á krossinum og tignun krossins. Organisti Jón Bjarnason. Sr. Dagur F