

Föstuinngangur, öskudagur og fastan
Sunnudagur í föstuinngangi er núna 27. febrúar og er þá messa í Skálholtsdómkirkju kl. 11. Í inngangi föstu eru bolludagur og sprengidagurinn (kjötkveðjuhátíðina okkar). Þá hefst fastan með öskudegi og verður kvöldmessa í Mosfellskirkju með sérstöku sniði og krossmarki á ennið með ösku. Fyrsta sunnudaginn í föstu 6. mars verður föstumessa í Skálholtsdómkirkju kl. 11 og í Torfastaðakirkju kl. 14. Fastan er í sjö vikur og nefnist líka langafasta og verða messur með ýmsu sniði a


Sr. Dagur Fannar Magnússon nýr sóknarprestur
Sr. Dagur Fannar Magnússon var valinn sóknarprestur í Skálholtsprestakalli og þar með einnig dómkirkjuprestur í Skálholti. Sr. Dagur Fannar hefur verið prestur í Heydölum en starfaði áður í Skálholti sem verkefnastjóri og leiðangurstjóri í pílagrímaferðum til Skálholts. Hann verður þriðji sóknarpresturinn í Skálholti frá 1955. Fyrsta júní það ár var sr. Guðmundur Óli Ólafsson skipaður í embættið. Árið 1997 var sr. Egill Hallgrímsson skipaður eftirmaður hans en hann andaðist