

Nöfn umsækjenda um sóknarprestsembættið í Skálholti
Umsóknarfrestur um fjögur prestsembætti rann út mánudaginn 24. janúar. Núna er farið yfir umsóknirnar á biskupsstofu og í byrjun næstu viku verða nöfn umsækjenda birt á kirkjan.is Í framhaldi af því verður valnefnd í hverju prestakallanna köllu saman og velur hún prest en prófastur stýrir þeirri vinnu. Embættin eru sóknarprestur í Skálholtsprestakalli, sóknarprestur á Blönduósi, sóknarprestur í Vík í Mýrdal og prestur í Egilsstaðaprestakalli. Tvö þessara embætta eru í umdæmi


Ráðsmann vantar í Skálholt!
Óskað er eftir ráðsmanni og umsjónarmanni fasteigna í Skálholt Skálholtsstaður óskar eftir kraftmiklum, handlögnum, fjölhæfum og metnaðarfullum einstaklingi til að sinna eftirliti, viðhaldi og daglegri umsjón fasteigna Skálholtsstaðar. Helstu verkefni og ábyrgð · Daglegt eftirlit og umsjón fasteigna staðarins · Viðgerðir og viðhald fasteigna og tækja · Eftirlit með verktökum og iðnaðarmönnum vegna stærri verkefna · Umhirða, sláttur og viðhald ú


Prestsþjónustan og val á nýjum sóknarpresti
Í gær, 10. janúar, var birt auglýsing um embætti sóknarprests í Skálholtsprestakalli. Umsóknarfrestur er um hálfur mánuður. Val á sóknarpresti gæti tekið um tvær til þrjár vikur eftir að umsóknarfresti lýkur. Rétt er þó að geta þess að núna er sóknarprestur valinn eftir nýjum reglum svo ekki er hægt að fullyrða of mikið um hvað ráðningarferlið mun taka langan tíma. Valnefnd er skipuð þannig að allar átta sóknir prestakallsins eiga einn fulltrúa í valnefnd en til viðbótar eru


Messufall og kirkjuleg þjónusta á neyðarstigi almannavarna
Messufall verður í Skálholtsprestakallinu um helgina. Á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi verður ekki messað en reynt verður að mæta allri þörf fyrir kirkjulega þjónustu, skírnir, hjónavígslur, útfarir og aðrar athafnir innan takmarka almannavarna en auk þess sálgæsla og vitjanir. Einnig er rétt að benda á að Skálholtsdómkirkja er opin alla daga vikunnar milli kl. 9 og 18 allt árið um kring. Hingað er hægt að koma og eiga bænastund eða íhugun og tendra bænakerti á kert