

Messufall um áramót í gjörvöllu Skálholtsprestakalli
Hátíðarguðsþjónusturnar sjö voru vel sóttar á aðfangadag, jóladag og annan í jólum. Það er þakkarvert að hafa fengið að halda hátíðina með almennri guðsþjónustu svo víða. En því miður verða allir að lúta höfði gagnvart skæðri útbeiðslu veirunnar í heimsfaraldrinum og falla því niður hátíðarguðsþjónustur niður á gamlársdag í Haukadalskirkju og Skálholtsdómkirkju og á nýársdag í Torfastaðakirkju og Þingvallakirkju. Samkomutakmarkanir hafa að vísu ekki verið hertar en smitum fjö


Skálholtsdómkirkja gerð úr piparkökum
Ástvaldur Kristján Reynisson 32 ára smiður á Akranesi ákvað að taka þátt í piparkökukeppni fyrr í mánuðinum. Þema keppninnar voru Íslenskar Kirkjur og ákvað Ástvaldur að velja að gera Skálholtsdómkirkju enda þykir honum hún einstaklega falleg og frábrugðin öðrum kirkjum með sinn skemmtilega byggingarstíl. Smíðin á kirkjunni tókst vel, hann byrjaði á að teikna kirkjuna upp í tölvu, gerði svo mót út frá teikningunni sem hann klippti út og skar eftir í deigið. Samsetningin á k


Fagnaðarefni að koma saman í kirkju um jólin - Uppfærð frétt!
Það var einstök upplifun að fá að syngja hátíðarsöngva sr. Bjarna Þorsteinssonar og alla fallegustu jólasálmana á æfingu Skálholtskórsins í gærkvöldi. Núna komum við saman í flestum kirkjum í Skálholtsprestakalli um jólin. Við miðum að sjálfsögðu við allar sóttvarnarreglur og andlitsgrímur. Miðað er við hámark 50 manns í öllum kirkjunum við allar messur en vegna þess að meira rými er í Skálholtsdómkirkju verður hólfaskipt þar og allir velkomnir. Biðjum við alla að fara að öll


Hátíðarmessur í Skálholtsprestakalli á aðventu og jóladögum
Í desember eru nokkrir fallegir og merkir dagar helgaðir þekktum helgum mönnum. Aðventan er í heild sinni helguð Maríu Guðsmóður. Laugardaginn 3. desember er Barbörumessa og 6. desember er Nikulásarmessa en hann er nokkurs konar fyrirmynd jólasveinsins Santa Claus, Sankti Nikulás. Þann 13. desember er Lúsíumessa og svo þarf varla að minna á Þorláksmessuna okkar 23. desember nema til að hún verði nefnd í þessu samhengi. Kristsmessa er jóladagurinn stundum nefndur. Svo má nefna