

Dr. Ásgeir Jónsson flytur ávarp í dagskrá um herra Jón Arason
Menningardagskrá verður helguð herra Jóni Arasyni í Skálholti og mun dr. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, flytja ávarp. Ásgeir sendi nýverið frá sér merka bók "Uppreisn Jóns Arasonar" og hefur varpað nýju ljósi á samhengið í þessari átakasögu Íslands. Skálholtskórinn syngur og organisti er Jón Bjarnason. Sr. Kristján Björnsson leiðir stundina og les úr ljóðmælum herra Jóns Arasonar, sem lét lífið fyrir trú sína og ættjörð í Skálholti 7. nóvember 1550. Eftir dagskrá í kirkjun


Málþing um loftslagskreppuna og aðgerðir í þágu framtíðarinnar
Málþing um loftslagskreppuna og framtíðina verður haldið í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands föstudaginn 29. október kl. 13.30–15.30 undir yfirskriftinni: Öll á sama báti - Loftslagskreppan og aðgerðir í þágu framtíðarinnar. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er heiðursgestur málþingsins sem haldið er á vegum Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar og Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands, í samvinnu við samráðsvettvanginn Faith for Nature (https://faithforna


Jólatónleikar Sinfoníuhljómsveitar Suðurlands
Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands verða í Skálholtskirkju 11. desember kl. 20.00. Hljómsveitin verður skipuð 50 hljóðfæraleikurum og í þeim hópi eru nemendur frá Tónlistarskóla Árnesinga og Tónlistarskóla Rangæinga sem fá þar með tækifæri til að koma fram með hljómsveit atvinnumanna í fyrsta sinn. Einsöngvarar á tónleikunum verða Hallveig Rúnarsdóttir og Eyjólfur Eyjólfsson og auk þeirra koma fram með hljómsveitinni, Barna- og unglingakór Selfosskirkju og Kirkjukó


Kyrrðardagar á aðventu í Skálholti 3. - 5. desember
Kyrrðardagar á aðventu í Skálholti er einstök leið til að kúpla sig út og njóta aðventunnar með hvíld, kyrrð og næringu á líkama og sál. Sérstakt verð er fyrir hjón, sambýlisfólk eða nána vini sem vilja deila herbergi. "Jólafasta uppá hvítt" er yfirskrift Kyrrðardaga á aðventu. Kyrrðardagarnir einkennast að íhugun og kyrrð í aðdraganda jóla og er ætlað að búa okkur undir hátíðina í öllum skilningi þeirra orða. Þáttur í þessari dagskrá er að njóta þess að ganga til kirkju í mo


Dauðra manna sögur - FULLT ER Á VIÐBURÐINN!
ÞVÍ MIÐUR GETUM VIÐ EKKI TEKIÐ VIÐ FLEIRI SKRÁNINGUM Á VIÐBURÐINN, ÞAR SEM VIÐ ERUM BÚIN AÐ FYLLA SKRÁNINGUNA. Dauðra manna sögur í Skálholti með Bjarna Harðarsyni er viðburður sem haldinn verður í Skálholti, laugardaginn 30. október kl 17:00. Bjarni mun segja ýmsar sögur tengjast dauðanum og yfirnáttúrulegum atburðum í Skálholti. Hann mun leiða hópinn um Skálholt og segja sögurnar eins og honum einum er lagið. Sagðar verða sögur, gamlar sagnir, þjóðsögur og frásagnir af yfi


Helgihald í Skálholtsdómkirkju og sóknunum í kring í nóvember
Líkt og kunnugt er féll sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur frá í fullu starfi er hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í júní sl. Hann var öllum harmdauði og er hans saknað úr samfélaginu eftir áratuga þjónustu og vináttu hér í Bláskógarbyggð. Skálholtprestakall er stórt og eru hér átta sóknir, tvær kirkjur til viðbótar og einnig Sólheimakirkja og samfélag þar. Þrír grunnskólar eru í Skálholtsprestakalli og tvö sveitarfélög, Bláskógarbyggð og Grímsness- og Grafningshreppur.


Kyrrðardagar 20 - 23 janúar 2022
Kyrrðardagar í Skálholti veita einstakt tækifæri til að dvelja og endurnærast í mildi og kyrrð. Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi standa fyrir þessum dögum og því er iðkun Kyrrðarbænar og Lectio divina í forgrunni. Helgin fer að mestu leyti fram í þögn fyrir utan þá fræðslu sem boðið er upp á. Þögnin gerir fólki kleift að skoða hvað bærist innra með þeim og að hlúa vel að sjálfu sér. Boðið er upp á einstaklingsviðtöl fyrir þá sem það kjósa. Um er að ræða langa helgi sem hefst á f


Bókagjöf til Skálholtsbiskupsstóls
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, kom færandi hendi með veglega bókagjöf er hann dvaldi í Skálholti í liðnum mánuði. Bókin er latnesk messusöngsbók hinnar rómversk kaþólsku kirkju, Missale Romanum, gefin út í Róm 1942, í hátíðarútgáfu og með biblíutexta Vulgata. Í gjafabréfi Guðna Th. Jóhannessonar segir forseti Íslands: "Þessa messusöngsbók fékk amma mín, Margrét Thorlacius, að gjöf. Síðar var bókin í vörslu móðursystur minnar, Guðfinnu Thorlacius. Við andlát hennar


Kyrrðardagar á aðventu
Á viðburðarsíðum hér á heimasíðu Skálholts er hafin skráning á kyrrðardaga á aðventu og kyrrðarbænadaga eftir áramót. Yfirskrift kyrrðardaga á aðventu er "Jólafasta uppá hvítt."