

Fjölmenni í afmælisgöngu Ragnheiðar Brynjólfsdóttur
Hátt í 70 manns mættu í "afmæli" Ragnheiðar Brynjólfsdóttur, en hún fæddist miðvikudaginn 8. sept fyrir réttum 380 árum. Friðrik Erlingsson leiddi gesti um staðinn og fór yfir sögu Ragnheiðar en hann er sá Íslendingur sem þekkir sögu hennar hvað best enda skrifaði hann Óperuna Ragnheiður sem var frumflutt í Skálholti haustið 2013. Saga Ragnheiðar og fjölskyldu hennar er mörgum hugleikin en viðburðir hennar eru afar dramatískir og sorgleg örlög aðalpersónanna snerta hjörtu fól


Messa á sunnudegi kl. 11 - margbrotinn veruleiki!
Í Skálholtsdómkirkju er kallað til messu alla helga daga og þar með alla sunnudaga kl. 11. Í dag 5. september er messan á sínum stað og tíma og þjónar sr. Kristján Björnsson, Skálholtsbiskup, fyrir altari og prédikar og Jón Bjarnason, dómorganisti, leikur á orgel og leiðir sálm og messusvör. Flesta virka daga er sungin morgunbæn í kirkjunni og er hún þá alltaf kl. 9 árdegis og tekur um 10-15 mínútur. Sungin er tíðargjörð líkt og lengi hefur þekkst í kirkju á Íslandi og víðar.


Ragnheiðarganga með Friðriki Erlingssyni 8 sept kl 18:00
Menningardagar í Skálholti 2021 - Ragnheiðarganga með Friðriki Erlingssyni Stórskemmtileg fræðsluganga Friðrik Erlingssonar um Ragnheiði Brynjólfsdóttur í Skálholti, 8. september nk. kl. 18:00 - 19:00. Gangan er ókeypis og öllum opin.
Þann 8 september árið 1641, fyrir réttum 380 árum, fæddist í Skálholti Ragnheiður Brynjólfsdóttir biskups. Okkur langar til að minnast Ragnheiðar á þessum tímamótum með því að bjóða uppá fræðslugöngu undir leiðsögn Friðriks Erlingsonar. F