

Þorláksleið tekur á sig mynd og opnast æ meir
Þorláksleið hefur verið lögð í landi Skálholts og er í raun opin fyrir gangandi, hlaupandi og hjólandi. Enn eru merkingar og vegvísar ókomnar en hægt er að átta sig á leiðum af korti sem fylgir hér með. Flestar leiðir eru stikaðar til bráðabirgða. Aðalleiðin liggur frá Þorlákssæti austan við minnisvarða Jóns Arasonar og yfir að Þorlákshver við Brúará. Þetta hefur verið mögulegt vegna myndarlegs styrks úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða að upphæð 19 milljónir króna og vegna te


Nýir rekstraraðilar bjóða fólk velkomið á veitingastaðinn og til gistingar í Skálholti
Bjarki Sól og Gunnhildur eru tekin við allri veitinga- og gistiþjónustu í Skálholtiog eru þau boðin velkomin til starfa. Sjálf bjóða þau alla velkomna og bjóða núna um helgina uppá sérstakt kvöldverðartilboð. Þau hafa starfað sem hótelstjórar í stuttan tíma hjá fyrri rekstraraðila sem var Sigurbjörg Bjarney Ólafsdóttir en hún er frumkvöðull í því að annast þennan rekstur með samningi við stjórn Skálholts frá síðasta ári og fylgja henni þakkir fyrir frábært samstarf og góða þj