

Tvennir tónleikar um helgina kl 16:00 - Ókeypis inn!
Aldrei þessu vant er rigningarspá um helgina í Uppsveitunum, en svo heppilega vill til að boðið verður upp á tvenna ókeypis tónleika í kirkjunni um helgina, kl 16:00 bæði laugardag og sunnudag. Laugardaginn 24 júlí kl 16:00 - Strengir á ferð um Suðurland Þau Katrín Birna Sigurðardóttir og Nikodem Júlíus bjóða upp á fjölbreytta selló- og fiðlutónleika. Á dagskránni eru klassísk verk, þekkt þjóðlög og dægurlög. Á laugardaginn verður Veitingastaðurinn Skálholt opinn til kl 19:00


Pílagrímagöngur til Skálholtshátíðar 2021
Lengsta pílagrímagangan til Skálholtshátíðar í ár er frá Hólum í Hjaltadal en einnig er gengið frá Reynivöllum í Kjós og að lokum frá Þingvöllum. Lagt verður af stað frá Reynivallakirkju fimmtudaginn 15. júlí. Sú ganga sameinast göngunni frá Þingvöllum sem hefst laugardaginn 17. júlí kl. 9 við Þingvallakirkju. Sunnudaginn 18. júlí heldur Þingvallagangan áfram og er lagt af stað á pílagrímaleiðinni við Neðra Apavatn kl. 9 og gengið til messu á Skálholtshátíð. Við heimtröðina a


Dagskrá Skálholtshátíðar 2021
Verið hjartanlega velkomin á Skálholtshátíð 2021. Hér er dagskráin í heild og allar helstu upplýsingar um þennan mikla menningarviðburð sem hátíðin er og hefur verið allt frá því um miðja síðustu öld. Föstudagur 16. júlí: Kvöldbæn í Skálholtsdómkirkju kl. 18. Hópur presta leiðir tíðargjörðina. Kvöldverður í Skálholtsskóla. „Heyr himnasmiður“ Tónleikar kl. 20 Tónleikar Hjörleifs Valssonar, fiðluleikara, og Jónasar Þóris, organista og píanóleikara í Skálholtsdómkirkju kl. 20. L