

Óskalögin við Orgelið - Fimmtudaga kl 11:00 - 12:00
Óskalögin við orgelið er viðburður fyrir alla sem hafa gaman af því að hlusta á tónlist og sérstaklega að fá að velja næsta lag! Fimmtudagana 1, 7 og 14 júlí kl 11:00-12:00 Jón Bjarnason Organisti Skálholtsdómkirkju er eins og lifandi glymskratti því hann getur spilað nánast hvað sem er á orgelið. Viltu heyra hvernig Abba, Queen eða Kaleo hljóma á orgelið? Hvað með öll íslensku sönglögin eða sálmana? Jón getur spilað þetta allt. Þið mætið í kirkjuna, veljið lög af lista og Jó


Fjölmenni í Ragnheiðargöngu með Friðriki Erlingssyni
Í ár eru liðin 380 ár frá fæðingu Ragnheiðar Brynjólfsdóttur en hún fæddist 8 september 1641. Friðrik Erlingsson leiddi hóp gesta ásamt sr Kristjáni Björnssyni Vígslubiskupi um slóðir Ragnheiðar en hún fæddist og bjó sína stuttu ævi í Skálholti. Saga Ragnheiðar er harmþrungin en hún ólst upp í Skálholti við töluverð forréttindi sem biskupsdóttir. En þau forréttindi snérust upp í andhverfu sína þegar sá kvittur kom upp að hún ætti í óleyfilegu ástarsambandi við kennara sinn Da


Biskupsfrúrnar á málþingi um Biskupsfrúr í Skálholti
Hátt í 100 manns kom saman á málþingi um Biskupsfrúrnar í Skálholti um helgina. Hildur Hákonardóttir rithöfundur og náttúruafl leiddi gesti í allan sannleikann um hvað er svona merkilegt við það að vera biskupsfrú, en hún gaf nýverið út 2 bækur með sama titli. Hildur lagðist í mikla rannsóknarvinnu við gerð bóka sinna en afskaplega lítið var til af upplýsingum um biskupsfrúrnar í Skálholti. Nú hefur verið breyting þar á og hefur Hildur sannarlega komið biskupsfrúnum á kortið.

Sumartónleikar í Skálholti 1. - 11. júlí - "Kynslóðir"
Þema Sumartónleika í Skálholti 2021 verður „kynslóðir”. Við munum tefla saman mismunandi kynslóðum tónlistarflytjenda og tónskálda. Á Sumartónleikum höfum við verið svo lukkuleg að hafa getað boðið íslensku og erlendu tónlistarfólki að flytja og semja tónlist síðan 1975. Það eru því margar kynslóðir af tónlistarfólki sem hefur fengið að kynnast Sumartónleikum og því viljum við fagna á árinu 2021. // Skálholt Summer Concerts will have a theme in 2021: generations. We will focu


Aðalfundur Skálholtsfélagsins hins nýja í dag
Aðalfundur Skálholtsfélagsins nýja er haldinn í dag, 23. júní, í Skálholtsskóla. Hlutverk félagsins er að efla og styrkja Skálholt sem helgistað og sögustað kirkju og þjóðar og er félagið opið öllu áhugafólki um Skálholt í sögu og samtíð. Formaður er Erlendur Hjaltason í Höfða. Fundurinn hefst kl. 17 og er boðið uppá sögugöngu eða rölt í staðnum kl. 16 með leiðsögn sr. Kristjáns Björnssonar, vígslubiskups. Hægt er að fá kaffi og kvöldverð á veitingastaðnum í Skálholtsskóla en


Afleysing í Skálholtsprestakalli
Við skyndilegt andlát sr. Egils Hallgrímssonar hefur héraðspresturinn, sr. Axel Á. Njarðvík, tekið að sér afleysingu um sinn meðan ekki hefur verið auglýst eða ráðið í embættið. Þjónustan er mikilvæg og sóknirnar margar auk þess að all margar athafnir hafa verið skipulagðar af sr. Agli í sumar. Sumarið er óvenjulegt á margan hátt í ljósi heimsfaraldursins og nægir að nefna fermingarmessur í allt sumar en í venjulegu ári væru þær þegar haldnar. Reynt verður að halda öllu skipu


Verið velkomin á Skálholtshátíð 16. - 18. júlí
Skálholtshátíð verður stóru helgina 16. - 18. júlí og þar er hátíðarmessan sunnudaginn 18. júlí kl. 14. Á dagskrá eru tónleikar, heilgihald, málþing, langar og stuttar pílagrímagöngur og örstuttar vettvangsferðir með leiðsögn. Eftir hámessu sunnudagsins er hátíðardagskrá eftir kirkjukaffið í skólanum með hátíðarræðu Þórunnar Erlu- Valdimarsdóttur, rithöfundar og sagnfræðings, söng Skálholtskórsins úr óperunni Ragnheiði og ávörpum. Núna eru 380 ár frá fæðingu Ragnheiðar Brynjó


Andlát sr. Egils Hallgrímssonar
Þær sorgarfréttir eru héðan úr Skálholti að sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur okkar í Skálholtsprestakalli, er látinn 65 ára gamall. Útför hans verður gerð frá Skálholtsdómkirkju laugardaginn 26. júní kl. 13. Egill var fæddur 11. júní 1955 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Hallgrímur Hafsteinn Egilsson, garðyrkjubóndi í Hveragerði, og Sigurlaug Guðmundsdóttir, húsfreyja í Hveragerði. Eftirlifandi eiginkona sr. Egils er Ólafía Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur og eiga þau


Söguganga um Skálholt
Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, mun leiða sögugöngu með skemmtilegu spjalli um Skálholtsstað og leiða göngufólk um helstu sögustaði Skálholts. Dagskráin hefst með vöfflukaffi í Skálholtsskóla kl. 15.00 og lýkur með kótilettukvöldverði í skólanum um kl. 19.00 og eftirrétti. Eftir vöfflur er gengið út á heimatorfuna. Þaðan er farið um helstu sögustaði á hlaðinu, framhjá Prenthúsinu og niður vestari biskupstraðir, áð við Þorláksbrunn og fjósakeldu, gengið ofan