

Skálholtsdómkirkja opin alla daga - Velkomin!
Skálholtsdómkirkja verður opin alla daga yfir dymbyldaga og páska og eru þið hjartanlega velkomin. Opið er á milli kl. 9 og 18 og fólki er velkomið að setjast eða ganga um og njóta kyrrðarinnar á bænadögum og sjálfri páskahátíðinni. Guð gefi ykkur gleðilega páskahátíð, farsæld og frið. Á sama tíma er opið á minjasýningu í kjallara kirkjunnar og undirganginn út á minjasvæðið, en einnig í Þorláksbúð. Þá er og opið á snyrtingar í kjallara í vesturenda Skálholtsskóla. Opið er í


Skálholtskórinn í guðsþjónustustreymi föstudaginn langa
Skálholtskórinn og Jón Bjarnason, organisti, flytja falleg kórverk og orgelverk í guðsþjónustustreymi föstudaginn langa 2. apríl kl. 16 ásamt vígslubiskupi, sr. Kristjáni Björnssyni. Biskup þjónar fyrir altari og les úr píslarsögu Jesú Krists. Allir eru velkomnir á fb síðu Skálholtsstaðar og hvenær sem er eftir það til að íhuga hlutverk Jesú. Við gleðjumst svo saman vegna sigurs hans og upprisu er við minnumst á páskum. Streymið verður á YouTube rás Skálholts: https://www.you


Kyrravika og helgihald um páska í nýrri Kóvíd19
Íslendingar standa núna frammi fyrir því að taka af einurð á sig nýjar aðgerðir í sóttvörnum vegna nýrra afbrigða veirunnar í þessum makalausa heimsfaraldri. Fullbókað var orðið á kyrrðardaga í kyrruviku en þeir falla því miður niður annað árið í röð. Ástæða þess er að við höfum getað haldið kyrrðardaga í vetur samkvæmt reglugerð um lýðskóla og því verðum við að fylgja framhaldsskólum þegar þeir loka. Þessi nýju afbrigði veirunnar hafa nú valdið smiti í skólum og á meðal neme