
Hleðslustöðvarnar opna nýja möguleika
Í haust lauk uppsetningu á fjórum hleðslustöðvum fyrir bifreiðar á bílastæðinu í Skálholti. Uppsetning þeirra var á hendi Skálholts en kveikjan að þessum stöðvum er ákvörðun kirkjuráðs um að koma slíkum stöðvum upp sem víðast við kirkjur og þjónustumiðstöðvar kirkjunnar. Það sem hratt þessari framkvæmd af stað var veglegur styrkur frá Orkusjóði Orkustofnunar. Stöðvarnar eru fjórar og eru allir velkomnir en rétt er að minna á að Skálholtsdómkirkja er opin alla daga ársins mill