

Nýársguðsþjónusta í Þingvallakirkju. Takk fyrir árið 2020.
Fyrir hönd Skálholts þakkar vígslubiskup fyrir árið sem er að líða með allri þeirri reynslu og lærdómi sem því fylgdi en líka mikilli blessun Guðs. Næsta streymi í Skálholtsprestakalli verður í Þingvallakirkju á nýársdag kl. 14 en það er kirkja Þingvallasóknar og allrar þjóðarinnar í einum helgasta þjóðgarði okkar. Það verður beint streymi og öllum opin á þann hátt á vefnum inná Fb. síðu Þingvallakirkju. Söng og tónlist annast Björg Þórhallsdóttir, sópransöngkona, Björg Brjá


Aftansöngur á aðfangadag kl. 18
Aftansöngur með hátíðarsöngvum sr. Bjarna Þorsteinssonar og Skálholtskórnum hefst á aðfangadagskvöld kl. 18 hér á vefnum á þessari slóð. Organisti og myndasmiður er Jón Bjarnason. Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, þjónar fyrir altari og prédikar. https://www.youtube.com/watch?v=RXNgW1xWbWw https://youtu.be/RXNgW1xWbWw


Helgihald um jólin í streymi og opin kirkja á daginn
Guðs kristni í heimi býr í breyttum heimi frá ári til árs. Núna tökum við öll "höndum saman" um sóttvarnir og verða hátíðarguðsþjónustur ekki opnar á staðnum. Við ætlum að standa okkur öll á síðustu metrum í baráttunni við heimsfaraldurinn, bæði vegna okkar og náunga okkar í öllum löndum. Þess í stað verður öll hátíðarguðsþjónusta á vefnum hér í mynd og með góðum hljómi. Guðsþjónustu verður streymt á heimasíðunni og á fésbókarsíðu Skálholts. Þá verður hátíðarguðsþjónustu str