Hringjum inn styrk til verndar Skálholtsdómkirkju

Nú er bæði hægt að hringja inn styrk í sérstakan söfnunarsíma og leggja beint inná reikning sjóðsins. Verndarsjóðurinn hefur gefið út nýtt veggspjald til að minna á þennan möguleika. Það er sama hvert símafyrirtækið er. Öll fyrirtækin taka þátt í því að öll upphæðin skili sér til sjóðsins án nokkurs þjónustugjalds. Síminn er 907-1020 og renna kr. 2.000,- til kirkjunnar í hvert sinn sem hringt er til verndar Skálholtsdómkirkju. Framlögin renna óskipt til endurbóta á dómkirkjunni. Vel tókst til með söfnun til viðgerða á listgluggum Gerðar Helgadóttur og altarismynd Nínu Tryggvadóttur. Fyrir það þakkar sjóðurinn og Skálholtsstaður af heilum hug. Framundan er viðgerð á kirkjuklukkunum, endurnýju

Opið alla daga 9 - 18

Í Skálholti er opið alla daga milli kl. 9 og 18. Býður kirkjan allt áhugasamt fólk velkomið á staðinn til að skoða dómkirkjuna eða eiga þar kyrrðarstund. Einnig er opið á minjasýningu í kjallara kirkjunnar, undirgöngin frá miðöldum, fornminjasvæði sunnan við kirkju og Þorláksbúð norðan við kirkjuna. Öllum er hjartanlega velkomið að ganga um staðinn og skoða minjar og merk kennileiti. Má þar nefna Skólavörðuna, Þorlákssæti, minnisvarða um Jón biskup Arason, Biskupstraðir og Fornastuðul, Virkishól, Staupastein, Vestari traðir, Þorláksbrunn, Kyndluhól og Íragerði. Á þessum stöðum eru merkingar með QR-kóða inná heimasíðu Minjastofnunar Íslands með upplýsingum. Núna eru fáir á ferli og auðvelt að

Heimsráðstefnan Faith for Nature í Skálholti er samtímis í fimm heimsálfum

Í Skálholti hófst heimsráðstefna allra helstu trúarbragða veraldar um loftslagsmál mánudaginn 5. október og er að vænta niðurstöðu á fimmtudag. Þetta er í fyrsta sinn sem helstur leiðtogar allra helstu trúarbragða sameina krafta sína í einu verkefni enda er málið sannarlega talið varða alla framtíð jarðarbúa og velferð náttúrunnar og komandi kynslóða. Unnið er með skjal og yfirlýsingu sem umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, mun flytja á umhverfisþingi Sameinuðu þjóðanna í febrúar n.k. í krafti Norðurlanda og allra trúarbragða. Ríkisstjórn Íslands er aðal gestgjafinn ásamt Þjóðkirkjunni og Skálholti. Fundarstaðir heimsþingsins eru í Norður Ameríku, Suður Ameríku, Afríku, Asíu og Á

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square

SKÁLHOLT - SAGA OG MENNING Í 1100 ÁR

Sími: +354 486-8870

Skálholtsskóli

Skálholti, 801Selfoss

skalholt@skalholt.is

© 2023 Skálholtskirkjustaður