

Byrjað að vinna í efsta hluta Þorláksleiðar
Í dag hófst vinna við efsta hluta Þorlálsleiðar sem liggur á kanti Brekkutúns meðfram Fornastuðli og Biskupströðum og upp að minnisvarðanum um herra Jón Arason Hólabiskup sem sést í bakgrunni ef vel er að gáð. Þetta er nánast réttu ári eftir að Skálholtsstaður sótti um styrk til Framkvæmda-sjóðs ferðamannastaða til göngu- og hjólastíga-gerðar sem liggur allt frá Þorlákssæti og niður í gegnum hlaðið og meðfram Skálholtsbúðum og allar götur niður að Stekkatúni við Hvítá og þaða


Hringjum inn styrk til verndar Skálholtsdómkirkju
Nú er bæði hægt að hringja inn styrk í sérstakan söfnunarsíma og leggja beint inná reikning sjóðsins. Verndarsjóðurinn hefur gefið út nýtt veggspjald til að minna á þennan möguleika. Það er sama hvert símafyrirtækið er. Öll fyrirtækin taka þátt í því að öll upphæðin skili sér til sjóðsins án nokkurs þjónustugjalds. Síminn er 907-1020 og renna kr. 2.000,- til kirkjunnar í hvert sinn sem hringt er til verndar Skálholtsdómkirkju. Framlögin renna óskipt til endurbóta á dómkirkjun


Opið alla daga 9 - 18
Í Skálholti er opið alla daga milli kl. 9 og 18. Býður kirkjan allt áhugasamt fólk velkomið á staðinn til að skoða dómkirkjuna eða eiga þar kyrrðarstund. Einnig er opið á minjasýningu í kjallara kirkjunnar, undirgöngin frá miðöldum, fornminjasvæði sunnan við kirkju og Þorláksbúð norðan við kirkjuna. Öllum er hjartanlega velkomið að ganga um staðinn og skoða minjar og merk kennileiti. Má þar nefna Skólavörðuna, Þorlákssæti, minnisvarða um Jón biskup Arason, Biskupstraðir og Fo

Heimsráðstefnan Faith for Nature í Skálholti er samtímis í fimm heimsálfum
Í Skálholti hófst heimsráðstefna allra helstu trúarbragða veraldar um loftslagsmál mánudaginn 5. október og er að vænta niðurstöðu á fimmtudag. Þetta er í fyrsta sinn sem helstur leiðtogar allra helstu trúarbragða sameina krafta sína í einu verkefni enda er málið sannarlega talið varða alla framtíð jarðarbúa og velferð náttúrunnar og komandi kynslóða. Unnið er með skjal og yfirlýsingu sem umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, mun flytja á umhverfisþingi Sameinuðu þj