

Fullbókað á kyrrðardaga kvenna í október - biðlisti
Fullbókað er á kyrrðardaga kvenna í lok október samkvæmt skráningum á viðburðinn en hægt að skrá sig á biðlista. Þegar síðsta plássið hefur verið bókað verður þó hægt að bóka sig áfram og lenda þá á biðlista. Það gæti verið góður kostur. Næstu kyrrðardagar í Skálholti eftir þessa dagskrá eru á aðventunni og er enn hægt að skrá sig þar. Miðað er við 18 þátttakendur enda verður þá hægt að hafa eins manns herbergi fyrir alla og dagskráin miðar við þann fjölda líka.


Staða framkvæmdastjóra Skálholtsstaðar auglýst laus til umsóknar
Senn líður að því að Hólmfríður Ingólfsdóttir láti af störfum sem framkvæmdastjóri vegna aldurs en hún hefur annast rekstur staðarins með mikilli prýði og alúð um árabil. Starfið er með nýrri starfslýsingu enda hafa verkefnin þróast eftir að hætt var að ráða í stöðu rektors Skálholtsskóla. Þá hefur rekstur gisti- og veitingaþjónustu verið leigður út og ráðinn hefur verið ráðsmaður til að annast um verklegar framkvæmdir og umsjón með húsnæði kirkjunnar á staðnum. Hér er um spe


Öruggar útfærslur á öllum þáttum kyrrðardaga út frá kröfum um sóttvarnir
Það hefur reynt á útfærslur og skipulag á öllum þáttum í dagskrá og dvöl á kyrrðardögum í Skálholti vegna smithættu og vörnum á viðsjálverðum tímum. Farið hefur verið yfir alla þættina og framkvæmd þeirra niður í smáatriði. Það ætti því ekki að skapa hættu á smiti jafnvel þótt einstaklingar á námskeiðinu verði kallaðir inn í sóttkví af smitrakningarteymi Landslæknis ef öllu hefur verið fylgt sem búið er að skipuleggja. Á kyrrðardögum hefur það gerst að þátttakandi hafi verið


Undirbúningur gengur vel fyrir Heimsráðstefnuna Skálholt 2, "Faith for Nature: Multi-Faith Acti
Undirbúningur gengur vel fyrir heimsráðstefnuna Skálholt 2, "Faith for Nature: Multi-Faith Action", sem verður í Skálholti 5.-8. október nk. Hún er haldin í stöðvum út frá Skálholti í 5 heimsálfum með um 500 þátttakendum. Hér er ljósleiðarinn á leiðinni og heima er verið að tengja húsin saman þannig að hægt verði að vinna ráðstefnuna á vefnum með gagnvirkri þátttöku, ávörpum og ályktunum. Um leið er dregið úr ferðalögum. Heima er einnig verið að setja upp nýjar hleðslustöðvar


Kyrrðardagar fullbókaðir og bætt er við kyrrðardögum kvenna í október og kyrrðardögum á aðventu fyri
Það er greinilegt að kyrrðardagar í Skálholti eru vel sóttir og fullbókað er að námskeið sem eru núna í september. Námskeiðið um fyrirgefninguna er í gangi og fullbókað. Kyrrðardagar kvenna í næstu viku eru meira en fullbókaðir og verða margir frá að hverfa. Þegar er orðið hálfbókað á kyrrðardaga í kyrruviku 2021. Til að bregðast við þessari góðu aðsókn hafa leiðtogar kyrrðardaga kvenna ákveðið að bæta við kyrrðardögum kvenna í lok október (29. okt. til 1. nóv.) og verður opn