Jón Þorkelsson Vídalín - messur, minnisvarði og nýr kross 30. ágúst

Sunnudaginn 30. ágúst eru liðin 300 ár frá því að herra Jón Þorkelsson Vídalín, Skálholtsbiskup, andaðist á ferð sinni í Biskupsbrekku 1720. Meistara Jóns verður minnst í helgihaldi kirkjunnar þennan dag og sérstaklega í Skálholtsumdæmi. Víða eru fermingar um land allt en boðskapur og ræðusnilld meistara Jóns er slík að hún á brýnt erindi við unga fólkið engu síður en fullorðið fólk og áhugafólk um sögu og menningu. Af nógu er að taka hjá Jóni Vídalín. Af þessu tilefni verður vígður nýr kross og afhjúpað minnismerki í Biskupsbrekku sem Páll Guðmundsson á Húsafelli hefur unnið að tilstuðlan Skálholtsfélagsins hins nýja. Það er gaman að segja frá því að krossinn var settur saman á Kolsstöðum á

Opin kirkja, nýlagðar tröppur og aðrar framkvæmdir

Steinsmiðirnir og píparinn hafa lokið við fyrsta áfanga í endurnýjun á kirkjutröppunum í Skálholti. Það var sannarlega kominn tími á það og núna er kirkjan opin um aðaldyrnar aftur. Opið er daglega milli 9 og 18. Bætt var við hitalögnina svo þær nái að bræða betur af sér og svo var steinninn lagður í mun betri múr en áður. Þetta er til mikilla bóta. Verkið allt er frekar kostnaðarsamt og það var ákveðið að skipta því milli ára. Þótti líka skynsamlegt að taka þennan pall og þrep og rampinn sem verst var farið og sjá hvernig hann kemur undan vetri áður en haldið verður áfram. Þá verða tröppurnar niður á bílastæði teknar í þeim tveimur áföngum sem skilur að með pallinum á þeim miðjum. Af öðrum

Gengið um norðurdyr vegna framkvæmda

Allir eru velkomnir í Skálholt sem fyrr og hefur fjöldi ferðamanna heimsótt staðinn í sumar. Að mestu eru það Íslendingar sem hafa notað tækifærið og ferðast innanlands og komið í þennan helga sögustað þjóðarinnar. Yfirleitt eru fáir á ferli í einu og upplagt á tímum Covid19 að eiga tíma í helgidóminum og á safninu í kjallara forkirkjunnar með undirgöngunum eða í Þorláksbúð. Kaffi og matur er á boðstólum í Skálholtsskóla en þar er gætt að öllum viðmiðunum almannavarna. Vegna viðgerða á tröppum Skálholtsdómkirkju eru aðal kirkjudyr lokaðar en gengið um norðurdyr sem eru austast á norðurhlið kirkjunnar og sjást á þessari mynd. Er þá gengið í gegnum tækjarými kirkjunnar sem er greið leið og kom

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square

SKÁLHOLT - SAGA OG MENNING Í 1100 ÁR

Sími: +354 486-8870

Skálholtsskóli

Skálholti, 801Selfoss

skalholt@skalholt.is

© 2023 Skálholtskirkjustaður