

Tilfærsla/Displacement. Róm í Skálholti. Útilistaverk Rósu Gísladóttur
Tilfærsla, Róm í Skálholt er sýning á útilistaverkum Rósu Gísladóttur sem verður formlega opnuð á Skálholtshátíð, laugardaginn 18. júlí kl. 11.30. Á sýningunni Tilfærsla / Displacement – Róm í Skálholti eru stór geómetrísk og samhverf form úr hvítu gifsefni (Jesmonite) og verkið Spegill tímans, hringsjá úr endurunnu áli sem speglar umhverfið. Öll vísa verkin til umhverfisins á Keisaratorgunum í Róm sem er merkasti fornminjagarður Evrópu. Verkin hafa áður verið sýnd á Íslandi,


"Ég kalla á þig með nafni" með hátíðardagskrá, helgihaldi, tónleikum, pílagrímagöngum og s
Hátíðarerindið á Skálholtshátíð flytur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og er það í hátíðardagskránni á sunnudag, eftir orgeltónleika, hátíðarmessu og kirkjukaffi. Skálholtshátíð 2020 ber yfirskriftina "Ég kalla á þig með nafni" og er haldin núna um helgina, 18. - 19. júlí. Góð kynning á dagskrá er á vef Þjóðkirkjunnar, kirkjan.is. https://www.kirkjan.is/frettir/frett/2020/07/13/Glaesileg-dagskra-/ Tónleikar eru helgaðir tónlist frá tíma Jón Vídalíns Skálholtsbiskups 16


Pílagrímagöngur til Skálholtshátíðar frá Bæ, úr Kjós, frá Þingvöllum og Bræðratungukirkju
Gengið er frá nokkrum stöðum í pílagrímagöngum til Skálholtshátíðar 2020. Lengsta gangan er frá Bæ í Borgarfirði og er hún komin í náttastað á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði. Sr. Elínborg Sturludóttir leiðir þessa göngu með meira en tíu pílagrímum. Gengið var í dag frá Reynivöllum í Kjós og leiðir sr. Arna Grétarsdóttir þá göngu með sjö manns. Þessar göngur sameinast í árlegri pílagrímagöngu frá Þingvöllum til Skálholts. Sú leið er undir leiðsögn sr. Elínborgar Sturludóttur og H

Sumartónleikar, kaffihlaðborð og málverkasýning
Fyrri helgi Sumartónleikanna hófst með opnunartónleikum í gær, fimmtudag, og heldur áfram í kvöld og laugardag og sunnudag. Stjórnendur Sumartónleikanna bjóða fólk velkomið með gleði í hjarta og þakklæti fyrir að tónleikarnir geta farið fram á tímum sem þó krefjast ennþá varúðar í ljósi heimsfaraldursins.Þá verður kaffihlaðborð á milli tónleika í Skálholtsskóla bæði laugardag og sunnudag. Messan verður á sínum stað á sunnudagsmorgni og mun tónlistarfólkið á Sumartónleikum fly


Myndlistarsýning 12 listamanna opnar 4. júlí kl. 11
Hópur listafólks opnar samsýningu í Skálholtsskóla laugardaginn 4. júlí kl. 11 og eru allir hjartanlega velkomnir. Listafólki kemur víða að og er sýningin þannig sett upp að í matsal er eitt verk frá hverju og einu og svo fleiri verk í fyrirlestrarsal skólans og á ganginum þar. Listamennirnir eru Finnur (Sigurfinnur Sigurfinnsson), Guðný Þórey Stefnisdóttir (Gaja), Gulli Ara, Halldóra Sigurðardóttir, Hólmfríður Dóra Sigurðardóttir, Inga Rósa Kristinsdóttir, Jóhannes K. Kristj


Þýskur unglingakór býður til tónleika í Skálholti 17. júlí ásamt Gospelkór af Suðurnesjum
Unglingakórinn FriFraVoce frá þýska sambandslandinu Rheinland Pfalz kemur og heldur tónleika í Skálholtsdómkirkju föstudaginn 17. júlí kl. 20. Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir. Þýski unglingakórinn telur um 30 manns og dvelur í Skálholti á ferð sinni hér á landi. Kórinn óskaði eftir samstarfi við íslenskan kór og hafði Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri milligöngu um að Vox Felix sem er gospelkór á vegum safnaða á Suðurnesjum myndi vinna með kórnum. Næs


Björgunarsveit Biskupstungna annaðist hreinsunardag við Hvítá
Björgunarsveit Biskupstungna tók að sér að hreinsa fyrir Skálholt járnarusl og annað fágæti sem rekið hefur uppá bakka Hvítár og einnig miklar druslur og víra sem tengdist enda á hestagirðingunni þvert yfir Skálholtstungu þar sem hún er þrengst. Núna er þetta svæði orðið eitt vinsælasta veiðisvæði við Hvítá og er þá hægt að ganga núna frá eyrunum og upp á klappirnar sem liggja undir Stekkatúnsholtinu. Þetta er efra veiðisvæði Skálholts í Hvítá sem nær þaðan upp á Torfholtið o


Söguganga á hluta Þorláksleiðar, vöfflur á undan og kótilettur í kvöldmat
Það var gaman að njóta góðrar þáttöku 40 manns í fyrstu sögugöngu sumarsins á hluta Þorláksleiðar. Gengið var frá Virkishól, að leiði Ragnheiðar Brynjólfsdóttur og fjölskyldu, í Þorláksbúð, að Staupasteini, í Prenthús Þórðar biskups Þorlákssonar, að Fjósakeldunni, Þorláksbrunni, Kyndluhól, smiðjunni, Oddsstofu Gottskálssonar í Skálholtsbúðum og uppá Skólaveg að þeim stað þar sem Búnaðarskólinn átti að rísa sunnan og austan við Borgarhóla. Þau allra hröðustu gengu auk þess að