

Veiðileyfi í Brúará komin á veida.is
Núna er í fyrsta sinn hægt að kaupa veiðileyfi í Brúará fyrir landi Skálholts á vefnum veida.is og eru þegar farin fyrstu veiðileyfin í maí. Brúará er önnur vatnsmesta bergvatnsá landsins, hún er lindá og vatnasvæðið um 700 km2, rennsli mjög jafnt eða um 67 rúmmetrar á sek. Lengd hennar er 44 km. Í landi Skálholts eru nokkrir heitir hverir í og við Brúará frá Þorlákshver að Litlahver en neðan hans er mjög fallegt og friðsælt veiðisvæði. Myndin horfir suður Brúará í átt að Lit


Passíusálmar sr. Hallgríms lesnir föstudaginn langa í Skálholti með orgeltónlist í streymi allan dag
Föstudaginn langa mun Halldór Hauksson lesa Passíusálma sr. Hallgríms Péturssonar í Skálholtsdómkirkju og hefst lesturinn klukkan níu árdegis. Lesið verður í þremur hlutum og gert hlé meðan útvarpsmessan er á RUV kl. 11. Næsti hluti verður kl. 13 og þriðji hluti kl. 16. Í fyrsta hluta verða lesnir sálmar 1 til 13 og verður hlé eftir 13. sálminn á sama stað og í Jóhannesarpassíunni eftir afneitun Péturs. Annar hlutinn verða sálmar 14 til 30 lesnir og hlé verður gert eftir að l


Morgunbænir sungnar hvern virkan morgun í Skálholti með sérstakri bæn fyrir þeim sem líða vegna fara
Hvern virkan morgun er hefðbundin morgunbæn í Skálholtskirkju við altarið úr Brynjólfs- og Valgerðarkirkju sem í Maríustúkunni, norðurstúku kirkjunnar. Síðustu vikur hefur verið beðið sérstaklega fyrir veikum og þeim sem líða og missa í þeim heimsfaraldri sem núna gengur yfir, með bæn fyrir þeim sem eru í sóttkví eða einangrun eða einmana í þeim takmörkuðu samskiptum sem við getum átt. Beðið er fyrir minningu þeirra sem látið hafa lífið í farsóttinni og beðið fyrir ástvinum þ