Veiðileyfi í Brúará komin á veida.is

Núna er í fyrsta sinn hægt að kaupa veiðileyfi í Brúará fyrir landi Skálholts á vefnum veida.is og eru þegar farin fyrstu veiðileyfin í maí. Brúará er önnur vatnsmesta bergvatnsá landsins, hún er lindá og vatnasvæðið um 700 km2, rennsli mjög jafnt eða um 67 rúmmetrar á sek. Lengd hennar er 44 km. Í landi Skálholts eru nokkrir heitir hverir í og við Brúará frá Þorlákshver að Litlahver en neðan hans er mjög fallegt og friðsælt veiðisvæði. Myndin horfir suður Brúará í átt að Litlahver og þaðan sést í bugðuna við Reykjanesbakka. Í fyrsta sinn hefur Skálholtsstaður allar tekjur af veiðinni og vill opna landið svo fleiri njóti friðsældar í náttúrunni. Jafnframt er í boði gisting í Skálholti og hæg

Guðsþjónustu-streymi um bænadaga og páska frá Skálholtskirkju og Þingvöllum

Víða er streymt frá guðsþjónustu í kirkjum landsins og eru nokkrar kirkjur með beint streymi á netinu í umdæmi Skálholts. Hjá okkur er kvöldstund á skírdag með guðsþjónustu sem endar með Getsemanestund og afskrýðingu altarisins. Föstudaginn langa mun Halldór Hauksson lesa Passíusálma sr. Hallgríms Péturssonar og Jón Bjarnason leikur á orgel. Er lesturinn í þremur hlutum kl. 9, kl. 13 og kl. 16. Fólk getur fylgst með streyminu með þessum hléum. Eftir hvern hluta lestursins verður streymið vistað sem myndband á fésbókarsíðu Skálholts og verður aðgengilegt þar áfram. Útiguðsþjónustu verður steymt frá Þingvöllum og hefst hún við sólarupprás um kl. 05.50. Veðurútlit er gott fyrir streymið og spáð

Passíusálmar sr. Hallgríms lesnir föstudaginn langa í Skálholti með orgeltónlist í streymi allan dag

Föstudaginn langa mun Halldór Hauksson lesa Passíusálma sr. Hallgríms Péturssonar í Skálholtsdómkirkju og hefst lesturinn klukkan níu árdegis. Lesið verður í þremur hlutum og gert hlé meðan útvarpsmessan er á RUV kl. 11. Næsti hluti verður kl. 13 og þriðji hluti kl. 16. Í fyrsta hluta verða lesnir sálmar 1 til 13 og verður hlé eftir 13. sálminn á sama stað og í Jóhannesarpassíunni eftir afneitun Péturs. Annar hlutinn verða sálmar 14 til 30 lesnir og hlé verður gert eftir að lesið hefur verið um Kristí krossburð og Símon frá Kýrene. Hver hluti hefst og endar með orgelleik nema í lok þriðja hluta þar sem lokaversið í síðasta passíusálmi sr. Hallgríms, "Dýrð vald, virðing, og vegsemd hæst!" á l

Morgunbænir sungnar hvern virkan morgun í Skálholti með sérstakri bæn fyrir þeim sem líða vegna fara

Hvern virkan morgun er hefðbundin morgunbæn í Skálholtskirkju við altarið úr Brynjólfs- og Valgerðarkirkju sem í Maríustúkunni, norðurstúku kirkjunnar. Síðustu vikur hefur verið beðið sérstaklega fyrir veikum og þeim sem líða og missa í þeim heimsfaraldri sem núna gengur yfir, með bæn fyrir þeim sem eru í sóttkví eða einangrun eða einmana í þeim takmörkuðu samskiptum sem við getum átt. Beðið er fyrir minningu þeirra sem látið hafa lífið í farsóttinni og beðið fyrir ástvinum þeirra. Bænasöngurinn er með sígildu tónlagi og gjarnan sunginn morgunsálmur, t.d. nr. 450, Oss minni sérhver morgunn á. Þetta eru að sjálfsögðu ekki auglýstar opnar samverur en einn til tveir eru velkomnir hverju sinni e

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square

SKÁLHOLT - SAGA OG MENNING Í 1100 ÁR

Sími: +354 486-8870

Skálholtsskóli

Skálholti, 801Selfoss

skalholt@skalholt.is

© 2023 Skálholtskirkjustaður