

Skálholtsdómkirkja opin alla daga
Verið velkomin í Skálholt. Vegna Covid 19 er ekkert bílastæðagjald í mars og apríl og frítt á sögusýninguna. Skálholtsdómkirkja er opin alla daga frá 9 - 18 og sögusýning í kjallara kirkjunnar, miðaldagöngin og Þorláksbúð eru einnig opin á sama tíma. Margar gönguleiðir eru út frá hlaðinu, yfir að Þorlákssæti, minnisvarða um herra Jón Arason og niður að Skálholtsbúðum meðfram skógræktinni og ýmsum sögulegum trjám. Nú er búið að ryðja snjó af gönguleiðinni frá kirkjuhlaðinu og


Námskeiðum og ráðstefnum frestað og ýmis dagskrá og formlegt helgihald fellur niður en kirkjan opin,
Í ljósi aðstæðna og takmarkana á samkomuhaldi vegna útbreiðslu CoVid19 verða takmarkanir á því að halda uppi formlegu og hefðbundnu helgihaldi fram yfir páska. Verður það kynnt frekar hér á síðunni og á fésbókarsíðu Skálholtsstaðar hvort hægt verður að steyma guðsþjónustu á föstunni og/eða hátíðarguðsþjónustu á páskum úr Skálholtsdómkirkju. Þjóðkirkjan er að undirbúa upptöku og útsendingu á hátíðarguðsþjónustu sem verður hægt að vísa á og hvar hægt verður að ná útsendingu. He


Viðbrögð við #covid2019 í Skálholti
Kæru Skálholtskirkjuvinir! Við þurfum öll að bregðast við Covid19 veirunni saman í samræmi við tilmæli almannavarna. Messum er breytt í guðsþjónustu og altarisgöngu frestað í mars og apríl. Kominn er búnaður til bráðabirgða í Skálholti til að streyma útför morgundagsins á fésbókinni sem jafnfamt verður útvarpað á hlaðinu. Einnig verða tveir skjávarpar í matsal skólans og kennslustofu svo fólk getur dreift úr sér um salina. Hægt verður að streyma kirkjuathöfnum á netinu á meða


Kyrrðardagar kvenna, Meðvirkninámskeið, Námskeið um fyrirgefninguna, Kyrrðardagar í kyrruviku og Kyr
Á döfinni eru námskeið og kyrrðardagar sem eru hvert með sínu sniði í mars og apríl og alveg fram í maí. Hver dagskrá hefur sína skráningarsíðu og upplýsingar um dagskrá og annað efni og hér eru dagsetningarnar fyrir neðan. Það eru fáein sæti laus á flesta viðburðina. Verið hjartanlega velkomin. Kyrrðardagar kvenna 5. - 8. mars. Meðvirkninámskeið 9. - 13. mars. Námskeið um fyrirgefningu 13. - 15. mars. Kyrrðardagar í kyrruviku 8.-11. apríl. Kyrrðarbænahelgi 30.4.-3.5 og vika