Kór Breiðholtskirkju syngur á konudag við messu í Skálholti

Kór Breiðholtskirkju syngur í messu sunnudagsins í föstuinngangi í Skálholti núna 23. febrúar með stjórnanda sínum og organista Erni Magnússyni. Það er konudagur þennan sunnudag og Góa að byrja og allar konur boðnar sérstaklega velkomnar í þessa næðisstund í kirkjunni. Sr. Egill Hallgrímsson leiðir messugjörðina og Jón Bjarnason er organisti kirkjunnar.

"Bíð róleg eftir Guði, sála mín"

Yfirskrift kyrrðardaga kvenna 5. 8. mars er sótt í Davíðssálm 62.2 og lýsir því hvernig hægt er að nálgast kyrrðina í eigin sál og lífi með íhugun á orði Guðs. Í því felst einnig sú löfgjörð sem einkennist af fáum orðum og kyrrð, ró, sem gefur Guði allt það rými sem annars færi í önnur orð í samskiptum okkar. Kyrrðardagar kenna eru samvera fyrir konur sem vilja njóta nærveru Guðs í einingu og kyrrð á helgum stað þar sem hvarvetna glittir á helga þjónustu þeirra sem hér hafa áður verið og lifað nærveru Guðs. Allt umhverfi Skálholts býður uppá frið, kyrrð og næringu fyrir líkama og sál og það eru allar konur velkomnar. Á heimasíðu Skálholts er sérstök skráningarsíða fyrir þessa kyrrðardaga en

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square

SKÁLHOLT - SAGA OG MENNING Í 1100 ÁR

Sími: +354 486-8870

Skálholtsskóli

Skálholti, 801Selfoss

skalholt@skalholt.is

© 2023 Skálholtskirkjustaður