

Kór Breiðholtskirkju syngur á konudag við messu í Skálholti
Kór Breiðholtskirkju syngur í messu sunnudagsins í föstuinngangi í Skálholti núna 23. febrúar með stjórnanda sínum og organista Erni Magnússyni. Það er konudagur þennan sunnudag og Góa að byrja og allar konur boðnar sérstaklega velkomnar í þessa næðisstund í kirkjunni. Sr. Egill Hallgrímsson leiðir messugjörðina og Jón Bjarnason er organisti kirkjunnar.


"Bíð róleg eftir Guði, sála mín"
Yfirskrift kyrrðardaga kvenna 5. 8. mars er sótt í Davíðssálm 62.2 og lýsir því hvernig hægt er að nálgast kyrrðina í eigin sál og lífi með íhugun á orði Guðs. Í því felst einnig sú löfgjörð sem einkennist af fáum orðum og kyrrð, ró, sem gefur Guði allt það rými sem annars færi í önnur orð í samskiptum okkar. Kyrrðardagar kenna eru samvera fyrir konur sem vilja njóta nærveru Guðs í einingu og kyrrð á helgum stað þar sem hvarvetna glittir á helga þjónustu þeirra sem hér hafa á