

Dagskrá næstu daga heima í Skálholtsdómkirkju
ML kórinn var með tvenna vel sótta tónleika undir stjórn Eyrúnar Jónsdóttur sl. fimmtudag og föstudag. Fyrsta sunnudag í aðventu, fullveldisdaginn 1. desember, er barnaguðsþjónusta kl. 11 í umsjá Bergþóru Ragnarsdóttur og verður kveikt á fyrsta ljósi aðventukransins. Framundan eru tónleikar Jórukórsins þriðjudagskvöldið 4. desember, kyrrðardagar á aðventu 6.-8. desember undir yfirskriftinni "Kom, heilög gleði!" og eru nokkur sæti laus. Umsjón hefur sr. Kristján Valur Ingólfss


Tvö frumsamin verk á fjölsóttum útgáfutónleikum Vörðukórsins
Útgáfutónleikar Vörðukórsins í Skálholtsdómkirkju voru fjölsóttir og flutti kórinn falleg kórlög af nýjum geisladiski sínum, Bara að hann hangi þurr, en auk þess tvö ný lög og ljóð undir stjórn Eyrúnar Jónsdóttur og við undirleik Arnhildar Valgarðsdóttur á píanó og orgel. Nýju kórlögin voru "Það er Íslandið allt", með lagi Stefáns Þorleifssonar og ljóði Möggu S. Brynjólfsdóttur og lagið "Heimferð" með lagi og ljóði eftir Möggu S. Brynjólfsdóttur í útsetningu Stefáns Þorleifss


Söngur, sagnir og ljóðatónlist í Skálholti - Hilmar Örn, Björg Þórhallsdóttir og Elísabet Waage á hö
Tónleikar og sagnastund verður í Skálholtsdómkirkju sunnudaginn 10. nóvember kl. 16. Tónlistarflutning annast Björg Þórhallsdóttir sópran, Elísabet Waage á hörpu og Hilmar Örn Agnarsson organisti sem leikur á orgelið. Þau flytja blandaða dagskrá af íslenskum sönglögum, trúarljóðum og þekktum perlum tónbókmenntanna Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Þá er Skálholtsskóli opinn fyrir þau sem vilja fá sér kaffi eða panta kvöldverð, sími 486 8870. Þess má geta að


Lífsverk - Þrettán kirkjur Ámunda Jónssonar - Útgáfuhátíð í Skálholti
Listamaðurinn Guðrún Tryggvadóttir á Selfossi er höfundur bókarinnar "Lífsverk - Þrettán kirkjur Ámunda Jónssonar" og mun hún standa fyrir útgáfuhátíð bókarinnar í Skálholti í samstarfi við staðinn. Mun hún segja frá aðdraganda bókarinnar og tilurð verksins og segir frá og sýnir myndir úr bókinni. Auk þess verður annað erindi um listaverkin. Ámundi Jónsson var merkur kirkjubyggingar og húsasmiður á sínum tíma og eru til all nokkrir munir í kirkjum eftir hann. Sýningin verður