Dagur herra Jóns Arasonar 7. nóvember, Skálholtskórinn, fiðla og verk Sigurðar Flosasonar, hugvekja

Dagur herra Jóns Arasonar, 7. nóv., verður haldinn í Skálholti með kórsöng Skálholtskórsins, fiðluleik Jóhönnu Rut Arndísardóttur, organleik Jóns Bjarnasonar og flutningi á verki eftir Sigurð Flosason, saxafónleikara, Maríuljóði herra Jóns Arasonar. Minnst verður dauða Jóns biskups Arasonar og minnst við endanleg siðaskipti á Íslandi þennan dag árið 1550. Sr. Kristján Björnsson, Skálholtsbiskup, og sr. Skírnir Garðarsson, annast um lestra, hugvekju, bæn og blessun. Ef veður leyfir verða tendruð útikerti við minnisvarða um herra Jón og syni hans tvo, sr. Björn og Ara sem er norð-austur af kirkjunni. Fólk er því beðið að vera klætt eftir veðri. Allir eru velkomnir. Súpa og kaffi verður í boði

Opnunartími og þjónusta í vetur

Skálholtsdómkirkja verður opin alla daga í vetur milli kl. 9 - 18 og er minjasýningin í kjallara kirkjunnar og göngin opin á sama tíma auk Þorláksbúðar og snyrtinga í vesturenda Skálholtsskóla. Veitingarstaðurinn í Skálholtsskóla er opin kl. 8 - 17 alla daga í vetur. Hægt er að panta kvöldverð og fá upplýsingar um lengi opnun í síma 486 8870 en veitingarstaðurinn er einnig opinn lengur þegar fundur eða námskeið er í gangi. Einu undantekningarnar eru á kyrrðardögum en þá er Skálholtsskóli alveg lokaður. Flesta virka daga er sungin morgunbæn í kirkjunni kl. 9 undir leiðsögn presta og organista og messað er hvern helgan dag, á sunnudögum kl. 11 og á hátíðum eftir venju. Hægt er að bóka svokalla

Siðbót í þágu jarðar

Haldin verður ráðstefna í Skálholti dagana 8.-10. október undir yfirskriftinni Siðbót í þágu jarðar. Hluti ráðstefnunnar verður öllum opin og án aðgangseyris en það er málstofa í Skálholtsdómkirkju miðvikudag 9. október kl. 14 til 15.30. Boðið verður uppá kaffi í Skálholtsskóla á eftir. Æskilegt er að fólk skrái sig á Viðburðasíðu hér á vefnum, nafn og netfang. Ráðstefnan er haldin í Skálholti og byggir á samstarfi samtaka sem hafa trúarlegan eða samfélagslegan bakgrunn í ljósi þess sem segir í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og samfélagslega baráttu gegn ógnvænlegum loftslagsbreytingum. Sú umbreyting á lífsháttum, sem viðnám gegn loftslagsvánni kallar á, þarfnast viðhor

Prestsvígsla í Jerúsalem og hugmyndir um vinabiskupsdæmi

Á Mikjálsmessu, 29. sept., tók Skálholtsbiskup þátt í prestsvígslu í Jerúsalem og mun þetta vera í fyrsta sinn í sögu kristni sem kona er vígð til prests í Jerúsalem og til þjónustu í hinni helgu borg. Í athöfninni aðstoðaði sr. Kristján Björnsson biskup Lúthersku kirkjunnar í Jórdaníu og Landinu helga, Sani Ibrahim Azar, við vígsluna en nýi presturinn er dr. Maria Kristina Leppäkari. Hún er forstöðumaður Sænsku Guðfræðistofnunarinnar í Jerúsalem og verður áfram í því starfi með þessari nýju prestsþjónustu meðal arabískumælandi sóknarbarna í Kirkju Lausnarans, Redeemer Church, í Jerúsalem. Lútherska kirkjan er ekki mjög fjölmenn en getur haft mikil áhrif með þjónustu sinni og rekstri skóla o

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square

SKÁLHOLT - SAGA OG MENNING Í 1100 ÁR

Sími: +354 486-8870

Skálholtsskóli

Skálholti, 801Selfoss

skalholt@skalholt.is

© 2023 Skálholtskirkjustaður