Helgilundur - sóknartré - á Degi náttúrunnar

Á Degi náttúrunnar koma fyrstu sóknir landsins í Skálholt, planta trjám til að kolefnisjafna starfsemi í sinni sókn, halda saman helgistund í Helgilundinum og snæða svo saman súpu í Skálholtsbúðum á eftir. Þessi merki atburður verður í dag, 16. september og hefst kl. 17 rétt fyrir ofan Skálholtsbúðir. Stikaður stígur er þar af veginum og framhjá flaggstönginni suður á holtið. Þar er rof í gróðrinum og vinnst ekki bara kolefnisjöfnun með plöntun trjánna heldur og með gróðursetningu í og við rofin svörðinn, en í rofinu er fólgin mikil losun. Fyrstu sóknirnar sem taka þátt í þessum helgilundi og planta sínum sóknartrjám eru Hallgrímssókn og Breiðholtssókn í Reykjavík, Kársnessókn í Kópavogi, Sk

Erindi dr. Munib Younan og Boga Ágústssonar á Skálholtshátíð 2019

Á heimasíðu Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar www.stofnunsigurbjorns.is eru komin erindi og prédikun dr. Munib Younan, fv. forseta Lútherska heimssambandsins, og hátíðarerindi Boga Ágústssonar, formanns Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar sem þeir héldu á Skálholtshátíð á Þorláksmessu á sumri 2019. Erindi sitt flutti Munib á seminari undir yfirskriftinni: „The Role of Religion in Peacemaking and Reconciliation.“ Daginn eftir flutti hann prédikun í hátíðarmessunni á Skálholtshátíð og er hún einnig birt á ensku þar sem hún var flutt í íslenskri þýðingu sr. Kristjáns Björnssonar í útsendingunni í útvarpinu. Bogi flutti aðal erindið á hátíðardagskránni sem efnt var til eftir kirkjukaffið á

Organistar syngja og spila Fauré

Á árlegri organistastefnu í Skálholti munu þátttakendur flytja gullfallega sálmumessu eftir franska tónskáldið Gabriel Fauré. Það eru allir hjartanlega velkomnir á tónleikana sem verða undir lok stefnunna mánudaginn 9. september kl. 17.10 - 18.00. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson, orgelleikari Björn Steinar Sólbergsson og einsöngvarar koma úr hópi þátttakenda. Allir eru hjartanlega velkomnir að njóta þessarar stundar og aðgangur er ókeypis. Söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, Margrét Bóasdóttir, segir að hún vonist til fá sem flesta til að njóta þessara tónleika og menningarauka á helgum stað.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square

SKÁLHOLT - SAGA OG MENNING Í 1100 ÁR

Sími: +354 486-8870

Skálholtsskóli

Skálholti, 801Selfoss

skalholt@skalholt.is

© 2023 Skálholtskirkjustaður