

Helgilundur - sóknartré - á Degi náttúrunnar
Á Degi náttúrunnar koma fyrstu sóknir landsins í Skálholt, planta trjám til að kolefnisjafna starfsemi í sinni sókn, halda saman helgistund í Helgilundinum og snæða svo saman súpu í Skálholtsbúðum á eftir. Þessi merki atburður verður í dag, 16. september og hefst kl. 17 rétt fyrir ofan Skálholtsbúðir. Stikaður stígur er þar af veginum og framhjá flaggstönginni suður á holtið. Þar er rof í gróðrinum og vinnst ekki bara kolefnisjöfnun með plöntun trjánna heldur og með gróðurset


Erindi dr. Munib Younan og Boga Ágústssonar á Skálholtshátíð 2019
Á heimasíðu Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar www.stofnunsigurbjorns.is eru komin erindi og prédikun dr. Munib Younan, fv. forseta Lútherska heimssambandsins, og hátíðarerindi Boga Ágústssonar, formanns Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar sem þeir héldu á Skálholtshátíð á Þorláksmessu á sumri 2019. Erindi sitt flutti Munib á seminari undir yfirskriftinni: „The Role of Religion in Peacemaking and Reconciliation.“ Daginn eftir flutti hann prédikun í hátíðarmessunni á Skál


Organistar syngja og spila Fauré
Á árlegri organistastefnu í Skálholti munu þátttakendur flytja gullfallega sálmumessu eftir franska tónskáldið Gabriel Fauré. Það eru allir hjartanlega velkomnir á tónleikana sem verða undir lok stefnunna mánudaginn 9. september kl. 17.10 - 18.00. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson, orgelleikari Björn Steinar Sólbergsson og einsöngvarar koma úr hópi þátttakenda. Allir eru hjartanlega velkomnir að njóta þessarar stundar og aðgangur er ókeypis. Söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar