

Vígsla sr. Helgu Kolbeinsdóttur í Kópavog
Það var fjölmenni og heilög stund þegar sr. Helga Kolbeinsdóttir var vígð til prests í Digranes- og Hjallasóknir í Kópavogi sl. sunnudag, 25. ágúst. Sr. Helga hefur verið æskulýðsfulltrúi í Digraneskirkju og verður núna æskulýðsprestur. Hún er fyrst presta til að vera vígð til Digranesprestakalls en allir fyrri prestar hafa verið vígðir áður en þeir tóku að þjóna þar. Aðdragandinn að vígslu hennar í Skálholti er að vígslubiskup var að vísitera í Digraneskirkju um hvítasunnuna


Dagskrá á Kyrrðardögum fyrir konur í Skálholti 19. – 22. september 2019
Fimmtudagin 19. september hefjast kyrrðardaga fyrir konur í Skálholti og standa fram á sunnudaginn 22. september. Enn er opið fyrir skráningar en aðeins takmarkaður fjöldi kemst að. Kyrrðardagar kvenna í Skálholti eru samvera fyrir konur, sem vilja njóta nærveru Guðs í einingu og kyrrð á helgum stað. Allt umhverfi Skálholts býður upp á frið, kyrrð og næringu fyrir líkama, anda og sál. Dagskrána má sjá hér að neðan. Fimmtudagur 19. september Kl. 18.00 Kvöldsöngur


Helga Kolbeinsdóttir vígð í Skálholti
Helga Kolbeinsdóttir, æskulýðsfulltrúi í Digraness- og Hjallasóknum í Kópavogi, verður vígður prestur í Skálholtsdómkirkju sunnudaginn 25. ágúst kl. 14 til að þjóna þessum söfnuðum sem æskulýðsprestur. Vegna undirbúnings fyrir vígsluna verður ekki messa kl. 11 en það eru allir hjartanlega velkomnir í vígslumessuna og vígslukaffi á eftir í Skálholtsskóla til heiðurs nýja prestinum og samgleðjast þessum söfnuðum Skálholtsumdæmis. Skálholtskórinn syngur og organisti er Jón Bjarn


Rangæingabúð rifin
Þriðjudaginn 13. ágúst var gamla Rangæingabúð rifin en hún er hluti af Skálholtsbúðum sem margur ferðalangurinn hefur sótt heim í áratugi. Húsið var orðið ónothæft vegna skemmda og myglu. Þrátt fyrir að erfitt séð að horfa á eftir gamalli fasteign með sögu sem hefur staðið sína vakt er óhætt að segja að kominn hafi verið tími á endurnýjun. Húsið sem áður var notað sem Gestastofa niðri við bílaplanið í Skálholti verður flutt á nýjan grunn Rangæingabúðar og verður því breytt í


Lokadagur Sumartónleika. Þurí og Corelli, Biber og Schmelzer. Kaffihlaðborð.
Lokadagur Sumartónleikanna er sunnudag 4. ágúst í Skálholtsdómkirkju. Tónleikarnir eru kl. 14 og 16. Kaffihlaðborð er öllum opið í Skálholtsskóla. Messan er kl. 11 og þar leikur Elfa Rún Kristinsdóttir barroktónlist á fiðlu. Aðgangur er ókeypis og kaffihlaðborðið er á hagstæðu verði. Á Sumartónleikunum er hægt að gerast Hollvinur Sumartónleikanna og einnig er hægt að styrkja þá með frjáslu framlagi. Nánar um tónleikana í dag hér fyrir neðan: 11:00 | GUÐSÞJÓNUSTA Tónlistaratri