Sumartónleikar, kaffihlaðborð og messa

Eftir vel heppnaða og fjölsótta Skálholtshátíð hefjast Sumartónleikar aftur núna um helgina og einnig um verslunarmannahelgi. Tónlistardagskráin er í heild sinni á www.sumartonleikar.is. Veglegt kaffihlaðborð er að venju bæði laugardag og sunnudag gegn vægu gjaldi. Ekki er aðgangseyrir að sumartónleikum en tekið er á móti frjálsum framlögum ef fólk vill. Sunnudagsmessan er kl. 11 og þar kemur fram tónlistarfólk af sumartónleikum helgarinnar. Tónlistarhópurinn Elja Kammersveit er með aðra tónleikana og Lene Langballe og Lára Bryndís flytja verk frá barokktímanum. ​Laugardagur 27. júlí 14:00 | Eftir ólíkum leiðum Elja Kammersveit flytja nýja tónlist frá Íslandi, Eistlandi og Búlgaríu 16:00 | C

Fjölskyldu- og flugdrekahátíð í Skálholti

Laugardaginn 31. ágúst 2019 milli klukkan 14:00 og 17:00 verður fjölskyldu- og flugdrekahátíð í Skálholtsbúðum. Boðið verður upp á flugdrekasmiðju fyrir alla aldurshópa þar sem hægt verður að læra hvernig á að búa til einfaldan flugdreka úr endurnýtanlegum efnum. Einnig verður tendrað á grillinu en hver og einn getur komið með mat á grillið og drykki með því líka. Vonandi sjáum við sem flesta því það gæti verið að mikilfengleg sjón að sjá tugi flugdreka takast á loft.

Dagskrá Skálholtshátíðar 2019: Tónleikar, hátíðarmessa, seminar, pílagrímagöngur, leiðsögn um náttúr

Dagskrá Skálholtshátíðar 2019 er margþætt og koma fjölmargir að þjónustu, fyrirlestrum, erindum og tónlistarflutningi. Alla helgina eru veitingar í Skálholtsskóla og gisting. Þorláksmessumorgun 20. júlí verður útimessa við Þorlákssæti, opið seminar og samtal með dr. Munib Younan, fv. forseta Lútherska heimssambandsins og biskupi í Jórdaníu og Landinu helga, leiðsögn og ganga um náttúru og minjar og tónleikar Skálholtskórsins. Sunnudag 21. júlí eru orgeltónleikar Jóns Bjarnasonar, pílagrímagöngulok, hátíðarmessa og hátíðardagskrá. Hátíðarerindi flytur Bogi Ágústsson. Hér eru nánari upplýsingar um dagskrá Skálholtshátíðarinnar: Föstudagur 19. júlí: Kvöldbæn í Þorláksbúð kl. 18. Hópur presta le

Tónleikar og tónlistardagskrá Skálholtshátíðar

Mikil tónlistardagskrá er á Skálholtshátíð 20.-21. júlí nk. Jón Bjarnason, dómorganisti í Skálholti, hefur haldið utanum þessa dagskrá, undirbúið hana, fengið til liðs við sig tónlistarfólk, einsöngvara og einleikara auk þess að æfa Skálholtskórinn og stýra honum. Tónleikar Skálholtskórsins og hljómsveitar eru laugardaginn 20. júlí kl. 16, en þann dag er Þorláksmessa á sumar. Sunnudagsmorgun 21. júlí eru orgeltónleikar Jóns Bjarnasonar kl. 11 árdegis. Á báðum þessum tónleikum eru leikin og sungin tónverk eftir J. S. Bach. Í hátíðarmessunni sunnudag 21. júlí kl. 14 og í hátíðardagskrá kl. 16 syngur Skálholtskórinn og einleikarar spila á trompeta og Jón Bjarnason leikur á orgelið auk þess að s

Bogi Ágústsson flytur hátíðarerindi á Skálholtshátíð

Eftir messuna á Skálholtshátíð verður hátíðardagskrá með tónlist, erindi og ávörpum. Aðal erindið flytur Bogi Ágústsson, fréttamaður og formaður Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar. Auk þess flytur sr. Elínborg Sturludóttir, dómkirkjuprestur, stutt erindi um pílagrímagöngur. Ráðherra flytur ávarp og einnig dr. Munib Younan, biskup og fv. forseti Lútherska heimssambandsins, og biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir. Þá verða einnig sagðar fréttir um helstu breytingar sem orðið hafa í Skálholti, nýrri stjórn og nýjum verkefnum. Á hátíðinni verður opnuð sýning í nýju Gestastofunni sem er í húsinu sem áður fyrr var rektorsbústaður og fyrsta lýðháskólabygging í tíð sr. Heimis Steinssonar o

Fyrsta helgi Sumartónleika, messa og kaffihlaðborð

Sumartónleikarnir hefjast í Skálholti föstudagskvöldið 5. júlí og verða tónleikar laugardag 6. júlí og sunnudag 7. júlí. Tónlistarfólk Sumartónleikanna tekur einnig þátt í sunnudagsmessunni kl. 11. Núna hefjast einnig hin rómuðu kaffihlaðborð í Skálholti bæði laugardaga og sunnudaga. Verið hjartanlega velkomin. Aðgangseyrir er enginn er tekið er á móti frjálsum framlögum til Sumartónleikanna við innganginn í kirkjuna. Föstudagstónleikarnir eru kl. 20:00: Tilveran. Ásbjörg Jónsdóttir og Birgit Djupedal bjóða áhorfendur inn í tilveruna sem þær hafa skapað með verkum sínum ásamt Heiðdísi Hönnu Sigurðardóttur, söngkonu. Laugardag 6. júlí, kl. 14:00 eru Portretttónleikar. Tónlistarhópurinn Elektr

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square

SKÁLHOLT - SAGA OG MENNING Í 1100 ÁR

Sími: +354 486-8870

Skálholtsskóli

Skálholti, 801Selfoss

skalholt@skalholt.is

© 2023 Skálholtskirkjustaður