

Pílagrímagöngur í tengslum við Skálholtshátíð, 16. júlí - 21. júlí
Pílagrímagöngur eru hluti af hinum kristna menningararfi. Þeir sem ferðast til heilagra staða eru kallaðir pílagrímar. Þetta orð er komið úr miðaldalatínu (pelegrinus) en á rætur í klassískri latínu (peregrinus, útlendingur). Slíkar göngur eru farnar af misjöfnum ástæðum; í þakkargjörð, í yfirbótarskyni eða af trúarlegum og/eða menningarlegum áhuga. Gengið er í áföngum en hlé eru notuð til bænahalds, ritningarlesturs eða til íhugunar og kyrrðar. Lengi hefur verið hefð fyrir þ


Nýr auglýsingaseðill og ný vindskilti
Skálholtsskóli hefur margt fram að færa, þar er meðal annars góður veitingastaður sem bæði hópar og einstaklingar geta komið og pantað af matseðli. Við mælum þó með að hópar geri boð á undan sér. Úrvalshráefni úr héraði eru notuð í hverjum rétt sem fram er borinn. Einnig eru glæsilegar kökur, kaffi og te á boðstólnum. Arite Fricke, grafískur hönnuður, var fengin til þess að hanna auglýsingaseðla, vindskilti og vegskilti til þess að auka umferðina um veitingastaðinn. Arite hef


Sumartónleikar í Skálholti
Dagskrá Sumartónleika í Skálholti er nú aðgengileg á heimasíðu hátíðarinnar, www.sumartonleikar.is Sumartónleikar í Skálholti eru alltaf með stærstu viðburðum ársins í tónlistarlífinu og hafa verið það um árabil. Ýmsar nýjungar eru kynntar til leiks á hátíðinni í ár á sama tíma og listræn stefna hátíðarinnar er sú sama og frá upphafi: að leika barokktónlist á upprunahljóðfæri og kynna nýja tónlist. Hátíðin var stofnuð af Helgu Ingólfsdóttur árið 1975 og hefur starfað óslitið


Grand Rapids Symphony Youth Choir syngur eftir guðsþjónustu
Ungmennakórinn Grand Rapids Symphony Youth Choir er metnaðarfullur kór frá Grand Rapids, Michigan í Bandaríkjunum. Kórinn er hluti af Grand Rapids Symphony og tekur reglulega þátt í tónleikum þeirra. Kórinn samanstendur af 51 ungmenni á aldrinum 12 – 18 ára, sem njóta þess að syngja tónlist hvaðanæfa úr heiminum. Kórinn er á ferð um Ísland með foreldrum og stjórnendum. Meðal viðkomustaða þeirra er Skálholtsdómkirkja en kórinn mun syngja nokkur lög í lok sunnudagsguðsþjónustu


Grand Rapids Symphony Youth Choir syngur eftir guðsþjónustu
Ungmennakórinn Grand Rapids Symphony Youth Choir er metnaðarfullur kór frá Grand Rapids, Michigan í Bandaríkjunum. Kórinn er hluti af Grand Rapids Symphony og tekur reglulega þátt í tónleikum þeirra. Kórinn samanstendur af 51 ungmenni á aldrinum 12 – 18 ára, sem njóta þess að syngja tónlist hvaðanæfa úr heiminum. Kórinn er á ferð um Ísland með foreldrum og stjórnendum. Meðal viðkomustaða þeirra er Skálholtsdómkirkja en kórinn mun syngja nokkur lög í lok sunnudagsguðsþjónustu


Sláttur hafinn og fyrsta slætti lokið!
Það var gengið búmannlega til heyja í Skálholti í dag. Fyrsti sláttur á heimatúnum hófst eiginlega snemma í morgun og það þornaði nánast í ljáfarinu, tætlað og svo var þessum slætti lokið með umhverfisvænu heyrúlluplasti. Það var gott að fá þessa jákvæðu mynd á heimatúnin. Heima við kirkju var einnig að ljúka öðrum grasslætti kringum kirkju, skóla og gestahús.


Mjólkurframleiðslu í Skálholti hætt á næstu dögum og kýr og nautgripir til sölu
Það verður mikil breyting í Skálholti núna á fardögum að vori því dagana 3.-7. júní verður mjólkurframleiðslu hætt í Skálholti samkvæmt ákvörðun kirkjuráðs Þjóðkirkjunnar. Lýkur þar sögu kúabúskapar í Skálholti sem hefur væntanlega verið stundaður hér síðan á landnámstíð og margir telja órjúfandi hluta af sögu Skálholts. Mjólkurframleiðsla hefur síðustu ár verið stunduð með undanþágum og er básafjósið komið til ára sinna en framleiðslukvóti staðarins hefur ekki verið nema um


Sumartónleikar í Skálholti 2019 - Barrok og framsækin tónlist nútímans mætast
Sumartónleikarnir 2019 hefjast með tónleikum 5. og 6. júlí og munu m.a. Elektra leika verk Þuríðar Jónsdóttur sem er staðartónskáld Sumartónleikanna í Skálholti. Listafólkið mun einnig flytja verk sín í messu sunnudaginn 7. júlí. Önnur helgi sumartónleikanna verður 13. og 14. júlí með Simultaneo frá Eistlandi. Hlé verður á Sumartónleikum helgina 19. - 21. júlí en þá er Skálholtshátíð sem er kynnt á öðrum stað á heimasíðunni. Seinni hluti Sumartónleika verður helgina 27. til 2


Sr. Axel Á. Njarðvík messar á sjómannadag
Sr. Axel Árnason Njarðvík, héraðsprestur, messar og prédikar í Skálholtsdómkirkju sjómannadag 2. júní kl. 11. Í ár er sjómannadagur á undan hvítasunnu en hann er fyrsta sunnudag í júní nema það sé hvítasunna. Veitingarstaðurinn í Skálholtsskóla er opinn alla daga og er hægt að fá bæði kaffi og súpu eftir messu. Allir hjartanlega velkomnir.