Bæklingur um myndglugga Gerðar Helgadóttur kominn út

Lagfæringum á listgluggum Gerðar Helgadóttur lauk á síðasta ári með framlögum fjölmargra aðila og einstaklinga og nú er kominn út veglegur bæklingur um myndglugga Gerðar Helgadóttur með skýringum eftir Karl Sigurbjörnsson. Bæklingurinn er kominn í Skálholt og verður seldur til verndar Skálholtsdómkirkju í kirkjunni sjálfri og í Skálholtsskóla, í Kirkjuhúsinu í Reykjavík og Gerðarsafni í Kópavogi. Skálholtsfélagið nýja gefur bæklinginn út en útgáfan er kostuð að fullu með framlagi úr Verndarsjóði Skálholtsdómkirkju, Áheitasjóði Þorláks og af Skálholtsfélaginu. Sr. Karl Sigurbjörnsson ritaði allan texta bæklingins og skýringar við hverja mynd bæði á íslensku og ensku og gaf þá vinnu sína Skálh

Frá pálmasunnudegi til páskahátíðar

Guðsþjónusta verður í Skálholtsdómkirkju alla helga daga frá pálmasunnudegi til páska. Aftur verður tekinn upp sá siður að bjóða kirkjugestum í morgunkaffi með rúnnstykkjum eftir árdagsmessu á páskadag en morgunguðsþjónustan byrjar kl. 8. Morgunverðurinn verður í Skálholtsskóla og er í boði staðarins. Pálmasunnudag 14. apríl er messa kl. 11. Sr. Kristján Björnsson, Skálholtsbiskup, þjónar fyrir altari og prédikar. Almennur söngur. Skírdagskvöld 18. apríl er messa kl. 20.30. Altarisganga, Getsemanestund og afskrýðing altaris. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, þjónar fyrir altari ásamt biskupi. Sr. Kristján Björnsson, biskup, prédikar. Jón Bjarnason er organisti. Föstudaginn langa 19. apr

Dr. Munib Younan, biskup í Jórdaníu og Landinu helga á Skálholtshátíð 2019

Hátíðargesturinn okkar, dr. Munib Younan, er fv. biskup Lúthersku kirkjunnar í Jórdaníu og Landinu helga og hann er einnig fyrrum forseti Lútherska heimssambandsins. Hann er mjög virtur um allan heim fyrir sterka trú á samræðum ólíkra trúarbragða og hefur m.a. hlotið friðarverðlaun fyrir atorku sína og fyrir að leiða saman ólíkt fólk til að vinna að friði. Hann kemur hingað með eiginkonu sinni, Suad Younan, og það verður frábært tækifæri að kynnast þessum merku og skemmtilegu hjónum. Skálholtshátíð verður 20. - 21. júlí 2019 en hún er haldin ár hvert í nánd við Þorláksmessu á sumar, sem er einmitt 20. júlí. Hátíðardagskráin hefst með útimessu við Þorlákssæti í Skálholti laugardagsmorgun 20.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square

SKÁLHOLT - SAGA OG MENNING Í 1100 ÁR

Sími: +354 486-8870

Skálholtsskóli

Skálholti, 801Selfoss

skalholt@skalholt.is

© 2023 Skálholtskirkjustaður