
Bæklingur um myndglugga Gerðar Helgadóttur kominn út
Lagfæringum á listgluggum Gerðar Helgadóttur lauk á síðasta ári með framlögum fjölmargra aðila og einstaklinga og nú er kominn út veglegur bæklingur um myndglugga Gerðar Helgadóttur með skýringum eftir Karl Sigurbjörnsson. Bæklingurinn er kominn í Skálholt og verður seldur til verndar Skálholtsdómkirkju í kirkjunni sjálfri og í Skálholtsskóla, í Kirkjuhúsinu í Reykjavík og Gerðarsafni í Kópavogi. Skálholtsfélagið nýja gefur bæklinginn út en útgáfan er kostuð að fullu með fram

Frá pálmasunnudegi til páskahátíðar
Guðsþjónusta verður í Skálholtsdómkirkju alla helga daga frá pálmasunnudegi til páska. Aftur verður tekinn upp sá siður að bjóða kirkjugestum í morgunkaffi með rúnnstykkjum eftir árdagsmessu á páskadag en morgunguðsþjónustan byrjar kl. 8. Morgunverðurinn verður í Skálholtsskóla og er í boði staðarins. Pálmasunnudag 14. apríl er messa kl. 11. Sr. Kristján Björnsson, Skálholtsbiskup, þjónar fyrir altari og prédikar. Almennur söngur. Skírdagskvöld 18. apríl er messa kl. 20.30. A

Dr. Munib Younan, biskup í Jórdaníu og Landinu helga á Skálholtshátíð 2019
Hátíðargesturinn okkar, dr. Munib Younan, er fv. biskup Lúthersku kirkjunnar í Jórdaníu og Landinu helga og hann er einnig fyrrum forseti Lútherska heimssambandsins. Hann er mjög virtur um allan heim fyrir sterka trú á samræðum ólíkra trúarbragða og hefur m.a. hlotið friðarverðlaun fyrir atorku sína og fyrir að leiða saman ólíkt fólk til að vinna að friði. Hann kemur hingað með eiginkonu sinni, Suad Younan, og það verður frábært tækifæri að kynnast þessum merku og skemmtilegu