

Kyrrðardagar í kyrruviku
Kyrrðardagarnir hefjast 17. apríl, sem er miðvikudagur fyrir skírdag og þeim lýkur eftir hádegi 20. apríl, laugardag fyrir páska. Grundvallarstef þessara kyrrðardaga er krossferli Jesú Krists sem stefnir til upprisuhátíðar páskanna. Þar verður í hugleiðingum og atferli dvalið við smurninguna í Betaníu, skriftaferil og skriftaspegil kynslóðanna, krossinn, dauðann og niðurstigninguna. Umsjónarfólk og leiðbeinendur eru sr. Kristján Valur Ingólfsson, biskup og fv. vígslubiskup í


Föstumessur og sunnudagar á föstu
Messað er alla sunnudaga í Skálholtsdómkirkju kl. 11 og á föstunni eru kvöldmessur í Mosfellskirkju í Grímsnesi alla miðvikudaga kl. 20.30. Sr. Egill Hallgrímsson leiðir allt helgihald og þjónar hann ásamt sr. Kristjáni Val Ingólfssyni, biskupi, í Mosfellskirkju. Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti þjónar fyrir altari og prédikar í Skálholtsdómkirkju sunnudaginn 31. mars kl. 11 en það er boðunardagur Maríu. Organisti er Jón Bjarnason. Framundan er fjölbreytt helg


Tónleikar karlakórsins Heimis
Karlakórinn Heimir úr Skagafirði heldur tónleika í Skálholtsdómkirkju laugardaginn 16. mars. Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg og munu ungliðar í kórnum einnig stíga fram og njóta sín. Stjórnandi karlakórsins Heimis er Stefán R. Gíslason og undirleikari er Thomas R. Higgerson. Tónleikarnir hefjast kl. 13 og opnar kirkjan um leið og skírnarguðsþjónustu lýkur, sem er í hádeginu. Miðar eru seldir við innganginn. Allir hjartanlega velkomnir.