Kyrrðardagar í kyrruviku

Kyrrðardagarnir hefjast 17. apríl, sem er miðvikudagur fyrir skírdag og þeim lýkur eftir hádegi 20. apríl, laugardag fyrir páska. Grundvallarstef þessara kyrrðardaga er krossferli Jesú Krists sem stefnir til upprisuhátíðar páskanna. Þar verður í hugleiðingum og atferli dvalið við smurninguna í Betaníu, skriftaferil og skriftaspegil kynslóðanna, krossinn, dauðann og niðurstigninguna. Umsjónarfólk og leiðbeinendur eru sr. Kristján Valur Ingólfsson, biskup og fv. vígslubiskup í Skálholti, og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir, ráðgjafi. Í meira en þrjá áratugi hafa verið haldnir kyrrðardagar í Skálholti í dymbilviku. Þannig hefur orðið til hefð bæði í uppbyggingu og innihaldi kyrrðardaganna og byggja

Föstumessur og sunnudagar á föstu

Messað er alla sunnudaga í Skálholtsdómkirkju kl. 11 og á föstunni eru kvöldmessur í Mosfellskirkju í Grímsnesi alla miðvikudaga kl. 20.30. Sr. Egill Hallgrímsson leiðir allt helgihald og þjónar hann ásamt sr. Kristjáni Val Ingólfssyni, biskupi, í Mosfellskirkju. Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti þjónar fyrir altari og prédikar í Skálholtsdómkirkju sunnudaginn 31. mars kl. 11 en það er boðunardagur Maríu. Organisti er Jón Bjarnason. Framundan er fjölbreytt helgihald í kyrruviku og á páskahátíðinni. Í Skálholtsdómkirkju verður kvöldmessa á skírdagskvöld, guðsþjónusta með kórsöng og lestri úr píslasögunni föstudaginn langa kl. 16 og hátíðarguðsþjónusta árla daga kl. 8 á páskadag

Tónleikar karlakórsins Heimis

Karlakórinn Heimir úr Skagafirði heldur tónleika í Skálholtsdómkirkju laugardaginn 16. mars. Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg og munu ungliðar í kórnum einnig stíga fram og njóta sín. Stjórnandi karlakórsins Heimis er Stefán R. Gíslason og undirleikari er Thomas R. Higgerson. Tónleikarnir hefjast kl. 13 og opnar kirkjan um leið og skírnarguðsþjónustu lýkur, sem er í hádeginu. Miðar eru seldir við innganginn. Allir hjartanlega velkomnir.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square

SKÁLHOLT - SAGA OG MENNING Í 1100 ÁR

Sími: +354 486-8870

Skálholtsskóli

Skálholti, 801Selfoss

skalholt@skalholt.is

© 2023 Skálholtskirkjustaður