Kyrrðardagar í Skálholti

Kyrrðardagar í Skálholti eru mislangir og með ólíku sniði en markmið allra kyrrðardaga er að fólk fái að ganga inn í aðstæður þar sem hver og einn getur notið þess að vera á áreitis. Í mars verða kyrrðardagar kvenna og kyrrðardagar að vori eru komnir á dagskrá. Nú þegar er hægt að skrá sig á þessa daga. Einnig er unnið að undirbúningi fyrir kyrrðardaga í kyrruviku en það var í kyrruviku sem fyrstu kyrrðardagar voru haldnir í Skálholti. Sú dagskrá mun hefjast á miðvikudegi fyrir skírdag og lýkur á hádegi á laugardag, aðfangadag páska. Inní dagskrá kyrrðardaga fléttast helgihald í Skálholtskirkju og í kapellunni í Skálholtsskóla. Einnig er hugvekjur hvern dag og á sumum kyrrðardögum er boðið u

Velkomin í næstu messur og barnastarf

Í Skálholtsdómkirkju er næsta messa sunnudaginn 17. febrúar kl. 11. Það er fyrsti sunnudagur í níuviknaföstu. Guðspjallið er Matteusarguðspjall 25.14-30 um himnaríki með líkingunni um talenturnar. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, þjónar og prédikar. Organisti er Jón Bjarnason sem einnig tók þessa ljósmynd sem fylgir með af kaleikum í ljósabaði af listgluggum Gerðar Helgadóttur. Barnasamvera verður í Skálholtskirkju laugardaginn 15. febrúar kl. 11 í umsjá Berþóru Ragnarsdóttur. Mosfellskirkja, Grímsnesi. Þá verður einnig guðsþjónusta í Mosfellskirkju í Grímsnesi sunnudag 17. febrúar kl. 14.00. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur annast prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjarnason. Al

Æskukór frá Portsmouth með tónleika

Æskukórinn Cantate frá Portsmouth heldur tónleika í Skálholtsdómkirkju miðvikudaginn 20. febrúar kl. 20. Aðgangur er ókeypis. Cantate kórinn er einn af þremur kórum við Dómkirkjuna í Portsmouth á Bretlandi. Kórinn var stofnaður árið 2006 og í honum eru 26 kórfélagar á unglingsaldri. Stjórnandi er David Price og orgenleikari er Sachin Gunga. Tónlistarlíf við dómkirkjuna í Portsmouth er sérlega glæsilegt og hafa kórar kirkjunnar stórt hlutverk í helgihaldi hennar auk þess að halda tónleika. Æskukórinn Cantate hefur sungið bæði í Westminster Abbey, The Royal Albert Hall og komið fram í breska útvarpinu. Kórinn hefur ferðast víða um Evrópu en þetta er fyrsta tónleikaferðin þeirra til Íslands. Á

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square

SKÁLHOLT - SAGA OG MENNING Í 1100 ÁR

Sími: +354 486-8870

Skálholtsskóli

Skálholti, 801Selfoss

skalholt@skalholt.is

© 2023 Skálholtskirkjustaður