

Skálholtsdómkirkja er opin milli kl. 9 - 18 alla daga. Verið velkomin
Skálholtsdómkirkja verður opin milli kl. 9 á morgnanna til kl. 18 síðdegis alla daga fram á vor. Það er fallegt að njóta listglugga Gerðar Helgadóttur og altarismyndar Nínu Tryggvadóttur sem gengið hafa í endurnýjun lífdaga með viðgerðum síðasta árs. Auk kirkjunnar verður opið niður á minjasafnið í kjallara kirkjunnar og er opið á snyrtingar í kjallara Skálholtsskóla. Skálholtsskóli er opinn fyrir veitingar, mat og kaffi, og hægt er að fá gistingu í Skálholti með því að bóka


Frá Þorláksmessu til jóla og nýárs
Verið öll hjartanlega velkomin til Skálholtsdómkirkju í hátíðarguðsþjónustur og messur á Þorláksmessu, jólanótt, jóladag, laugardag milli jóla og nýárs og á gamlársdag en dagskráin er sem hér segir. Auk þess er hátíðarguðsþjónusta í níu öðrum kirkjum í prestakallinu og má sjá nánari fréttir um það á vefsíðunni skalholtsprestakall.is og fésbókarsíðu prestakallsins. Laugardagur 22. des. Barnasamvera kl. 11. Bergþóra Ragnarsdóttir og Jón Bjarnason. Þorláksmessa 23. desember, 4.


Gluggamessa, verklok og aðventuhátíð
Aðventumessa verður í Skálholtsdómkirkju kl. 11 3ja sunnud. í aðventu 16. des. Það er gluggamessa, til að fagna endurnýjun listglugga Gerðar Helgadóttur og altarismyndar Nínu Tryggvadóttur. Takmarkinu er náð með mikilli vinnu og framlögum fjölda fólks, hópa, fyrirtækja og sjóða. Allt orðið sem nýtt. Sr. Kristján Valur Ingólfsson, biskup, sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, og sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup, þjóna. Organisti er Jón Bjarnason. Lesarar eru Jón Sigurðsso


Karlakór Selfoss og Skálholtskórinn 10. desember
Það verður sannkölluð jólastund í Skálholtsdómkirkju mánudaginn 10. desember kl. 20:00. Þá syngja hér Karlakór Selfoss og Skálholtskórinn og flytja fallega jóladagskrá. Kórarnir syngja hvor í sínu lagi dásamlega jólatónlist og hver veit nema þeir taki eitthvað sameiginlegt lag á tónleikunum. Sr. Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti flytur hugvekju. Allir eru hjartanlega velkomnir að njóta hátíðlegrar söngstundar á þessu mánudagskvöldi í aðdraganda jóla. Aðgangseyrir er


Helgihald á jólaföstu
Annan sunnudag í aðventu, 9. des. verður messa kl. 11. Organisti er Jón Bjarnason og sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, þjónar fyrir altari og prédikar. Laugardaginn 8. des. verður barnasamvera í Skálholtskirkju kl. 11 í umsjá Bergþóru Ragnarsdóttur og Jóns Bjarnasonar, organista. Kveikt verður á Betlehemskertinu á aðventukransi kirkjunnar. Virka daga verða morgunbænir kl. 9 og síðdegisbæn kl. 18. Sr. Egill, Jón Bjarnason, sr. Skírnir Garðarsson, héraðsprestur, og sr. Kri


Lamadýrajól í Skálholti - 8. jólatónleikar Söngfjelagsins
Söngfjelagið kynnir með stolti áttundu jólatónleikana sína í Skálholtsdómkirkju laugardaginn 8. des. kl. 16. Þemað í ár kemur frá Suður-Ameríku og þess vegna kallast tónleikarnir Lamadýrajól. Flutt verða tvö verk eftir argentínska tónskáldið Ariel Ramirez, annars vegar hin þekkta Kreólamessa „Misa Criolla“ og hinsvegar helgisagan um fæðingu Krists „Navidad Nuestra“. Þá verða flutt nokkur vel valin suðuramerísk jólalög. Samkvæmt hefð Söngfjelagsins verður einnig frumflutt nýtt