

Tónleikar ML - kórsins í kvöld
Seinni tónleikar Kórs Menntaskólans á Laugarvatni eru í Skálholtsdómkirkju í kvöld. ML tónleikarnir hafa verið fjölsóttir og miðar seldir í forsölu. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 en kirkjan opnar kl. 20:10. Kór ML er stærsti menntaskólakór landsins en í honum eru um 90 nemendur af 140 nemendum skólans. Stjórnandi kórsins er Eyrún Jónasdóttir. Tónleikar kórsins eru alveg einstaklega skemmtilegir þar sem kórinn er með einsöngvara og hljóðfæraleikara úr kórnum. Kynningar eru ei


Hátíðartónleikar vegna 100 ára fullveldis og fyrstu helgar aðventu
Hátíðartónleikar margra kóra verða í Skálholtsdómkirkju í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslendinga og upphafs aðventu 1. des. kl. 16. Flutt verður fjölbreytta tónlist sem tengist á ein eða annan hátt tilefni dagsins. Stefnt er að því að koma tónleikagestum í rétta stemmningu fyrir komandi aðventu og jól svo ekki sé minnst á þessi merku tímamót í sögu þjóðarinnar. Fram koma Kirkjukórar Breiðabólstaðarprestakalls ásamt söngfólki úr Landeyjum, Kirkjukórar Stóra-Núps og Ólaf


Fjölskylduguðsþjónusta sunnudag 2. des
Fjölskylduguðsþjónusta verður fyrsta sunnudag í aðventu sunnudaginn 2. des. kl. 11