

Málþing um landnytjar og búskap í Skálholti 23. október
Opið málþing um landnytjar og framtíð búskapar í Skálholti verður haldið í Skálholtsskóla þriðjudaginn 23. október og hefst það klukkan átta. Þrír stuttir fyrirlestrar verða fluttir um skógrækt til kolefnisjöfnunar og nytja, um aðstæður til búskapar og skepnuhalds og um útivist og gönguleiðir. Einar Gunnarsson, skógfræðingur, fjallar um skógræktarverkefni Kolviðar, Katrín Andrésdóttir, fv. héraðsdýralæknir, talar um aðstæður til búskapar og Finnur Kristinsson, landslagsakítek


Messur alla sunnudaga kl. 11
Messur eru alla sunnudaga kl. 11.00. Sóknarrestur sr. Egill Hallgrímsson. Organisti er Jón Bjarnason. Vinsamlega sýnið tillitsemi þegar athafnir eru í kirkjunni. Please be considerate if there is a service in the church. Egill Hallgrímsson sóknarprestur Skálholtsdómkirkju, sími / phone: 894-6009 Skálholtsstaður sími / phone: 486-8870


Snemmskráning á kyrrðardaga 2019
Vegna mikillar eftirspurnar verður nú í þriðja sinn boðið uppá vikulanga kyrrðardaga í Skálholti þar sem hugleiðslubænin „Kyrrðarbæn“ er iðkuð. Um er að ræða vikudvöl eða langa helgi. Þar býðst einnig frábært tækifæri til að fá leiðsögn í jóga og djúpslökun sem auka liðleika og veita góðan stuðning við hugleiðslubænina. Áhrifin af Kyrrðarbæninni, jógaæfingum, fræðslu, útiveru og hvíld í Skálholti leggjast á eitt að skapa einstaka dvöl fyrir sál og líkama. Umsjón: Sigurbjörg Þ


Útgáfuhóf í Skálholti – Elín syngur
Bókaútgáfan Sæmundur boðar til útgáfuhófs í Skálholtsskóla laugardaginn 6. október klukkan 16 í tilefni af útgáfu bókarinnar Í Gullhreppum eftir Bjarna Harðarson. Elín Gunnlaugsdóttir bóksali og tónskáld syngur nokkur þjóðlög við gamlar vísur um enn eldri tíma. Höfundur les úr bókinni. Kaffi og kleinur í boði útgefanda. Í Gullhreppum segir frá þjóðsagnapersónunni séra Þórði í Reykjadal og hinu mikla veldi Skálholtsstaðar á 18. öld. Sagan hefst í Kaupmannahöfn þar sem prestsef